Eyjapistill 17. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn ekki til hjá Ríkisútvarpinu.
Gunnar Stefánsson þulur kynnir þáttinn.

1. Arnþór og Gísli hefja þáttinn á nokkuð skondinn hátt. Gísli les mjög áríðandi tilkynningu til 3. 4. og 5. flokks ÍBV um væntanlegar sumarbúðir.

2. Arnþór hringir í lögskipaðan fréttaritara Eyjapistils á Eyrabakka, Magnús Karel Hannesson. Magnús segir frá niðursetningu 12 húsa Viðlagasjóðs, búið að ganga frá 8 húsum. Magnús lýsir einnig húsunum og húsaskipan. Magnús segir frá löndun Eyjabáta á Eyrabakka. Það kemur fram að fólk vantar á Bakkann til að vinna allan aflann.

3. Arnþór sendir Norðmönnum á Eyrabakka kveðjur og Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur lag, líklega hljóðritað á tónleikum 1966 í samkomuhúsi Vestmannaeyja.

4. Arnþór segir frá hádegisverðarboði á vegum borgarstjórnar Oslóar, þann 13. júní Á Holmen kollen. Sagt frá gjöfum borgarstjórnarinnar og haft er eftir sendiherra Íslands í Noregi um fjárframlög. Agnar Klemens Jónsson sendiherra segir frá gjöf lamaðra og fatlaðra til lamaðra og fatlaðra á Íslandi. Sagt er hvað börnum frá Eyjum er gert til gamans á 17. júní og framtakssemi ráðskonu á einum sumarbúðunum. Gísli segir einnig frá framkvæmdasemi konunnar, sem var á Nurefjell í Íslendingahúsinu þar.

5. Afmæliskveðjur, m.a. til Páls Magnússonar núverandi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins (26.02.2008 )og fleiri. Leikið lagið Minning um mann eftir Gylfa Ægisson, til minningar um Gölla Valda. Hljómsveitin Logar flytur. Upptakan úr sjónvarpsþætti með Vestmannaeyingum í apríl 1973

Aftan á þáttinn vantar bænarorð. Frá 11. júní voru bænarorðin einungis á sunnudögum.

Heildartími 18:11 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 19. júní

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn ekki til hjá Ríkisútvarpinu.

1. Arnþór segir frá flutningi tækja Eyjabergs og hluta af tækjum Vinnslustöðvarinnar. Arnþór segir aflafréttir og frá söltun. Hann les tilkynningu um kvikmyndatökuvél, sem tapast hefur.

2. Gísli heldur áfram að kynna ferð til Noregs, en frásögnin nær frá 15. júní. Arnþór grípur inn í.
Gísli og Arnþór ræða við Ólaf Friðfinnsson skrifstofustjóra Loftleiða í Noregi um upphaf þess að börnum var boðið til Noregs. Börnin eru á 7 -15 ára aldri. Ólafur Friðfinnsson var fylgdarmaður Arnþórs og Gísla í Noregi. Þeir spjalla um fleira. Ólafur telur upp þá staði, þar sem börnin dvelja.
Skarphéðinn, Karl. Árni og Ívar Atlason koma þarna að á Haraldvangen og segja frá dvölinni. Þetta eru smápeyjar.
Þá spjallar Gísli og Marta kona Magnúsar bæjarstjóra og Arnþór við litla stúlku Hrafnhildi Magnúsdóttur einnig á Haraldvangen. Stelpurnar, Hrafnhildur og fleiri segja frá prakkaraskap strákanna.

3. Afmæliskveðjur. Leikið lagið Í sól og sumaryl eftir Gylfa Ægisson með hljómsveit Ingimars Eydal.

Heildartími 13.24 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill líklega 20. júní 1973

Eyjapistill líklega 20. júní 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Arnþór kynnir þáttinn.
Ekki til í fórum Ríkisútvarpsins.

1. Gísli heldur áfram að lýsa Noregsferð og Gísli og Arnþór fara upp í Íslendingahúsið í Nordefjell. Taka viðtal við Óskar Kristján 8 ára gamlan gutta, sem heimtaði að tekið væri við sig viðtal. Þarna heyrist í Magnúsi bæjarstjóra, sem var auðvitað með í för ásamt fleirum. Spjallar við stelpu, ónafngreinda. Spjallað við Þröst. Hann er átta ára. Í lokin leikið lag með Egel Storbecken á blokkflautu og þar með lýkur Noregsfrásögn.

2. Gísli hringir í Hjörleif Hallgríms fréttaritara Eyjapistils á Akureyri. Hjörleifur segir frá væntanlegri skemmtun á laugardagskvöldið kemur þann 23. júní. Hjörleifur fagnaði því að hringt var vegna þess að hann átti eftir að auglýsa. Hjörleifur segir einnig frá þátttöku Eyjamanna á Akureyri í sjómannadeginum og segir frá hljómleikum Askenassi í apríl. Templarar á Akureyri lögðu til tónleikahús frítt og uppihald handa Askenasi, hann bjó á Hótel Varðborg. Skemmtilegt og almennt spjall við Hjörleif. Söfnuðust 70 þús. krónur.

3. Arnþór minnir á símanúmer í lokin og les kveðju. Í lokin leikið lagið Það er svo geggjað að geta hneggjað með Flosa Ólafssyni. Í lagið er skotið inn tilkynningu frá ÍBV.

Heildartími 17.16 mínútur.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 22. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Ekki til í fórum Ríkisútvarpsins.

1. Gísli kynnir þáttinn og les tilkynningar, m. a. um Lundahófið á Akureyri.

2. Arnþór hringdi í Friðrik Jesson forstöðumann Náttúrugripasafns Vestmannaeyja og hann gefur frábæra lýsingu á heimkomu hinna fiðruðu Vestmannaeyinga. Hann rekur hvernig lundinn kom til Eyja og hvernig hann gróf eftir gömlu honunum sínum. Segir frá ýmsu varðandi Náttúrugripasafnið o.fl. Þá segir hann frá gróðurfari í Eyjum. Þá spyr Arnþór um Náttúrugripasafnið. Þá segir hann frá æðarkollu og ástarmálum hennar. Mjög lifandi og skemmtilegt samtal.

3. Gísli les tilkynningar um óskilamuni og fleira.

4. Gísli les kveðjur og leikið er lagið Þú. Þjóðlagadúettinn Brynjúlfsbúð, Árni Sigfússon og Ómar Sigurbergsson leika lag Árna Sigfússonar við ljóð Hilmars þórs Hafsteinssonar. Hljóðritunin er gerð á þjóðlagakvöldi Vestmannaeyinga, sennilega í apríl 1973 í Tónabæ í Reykjavík.

Heildartími 16.17 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 26. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn er ekki til hjá Ríkisútvarpinu. Fannst á afriti frá Bókasafni Vestmannaeyja sem G. H. gerði í janúar 1993 og var efnistekinn 28. febrúar 2008.

1. Arnþór kynnir þáttinn og segir frá boði austur-þýskra samtaka sem bjóða 12 til 14 ára gömlum börnum úr Eyjum til mánaðardvalar í Austur-Þýskalandi og fleiri tilkynningar.

2. Gísli segir frá heimsókn sinni og fleiri til Eyja 22. -23. júní. Segir frá minjagripasölu til styrktar sjúkrahúsinu. Lýsir skoðunarferð með Páli Helgasyni og Sigfúsi Johnsen um gossvæðið til styrktar uppbyggingu sjúkrahússins í Eyjum. Páll segir frá ferðafólkinu. G. H. lýsir útsýnisferðinni. Páll lýsir því hvernig moðsuðan fer með hús í Eyjum og lýsir Prestshúsum, hvernig hitinn fer með það. Hitinn í húsinu var 95 stig í kjallara þess þegar það var grafið upp. Mjög greinargóð lýsing á hvernig moðsuðan fer með húsið.
Gísli ræðir við Gunnar Sigurmundsson fyrrum meðumsjónarmann Eyjapistils, en hann segir frá væntanlegri opnun Félagsheimilisins þar. Gunnar segist verða væntanlegur hallardraugur þar. Stefnt er að opnun Félagsheimilisins nú um helgina.

4. Arnþór les afmæliskveðjur. Leikið í lokinn Ég sá þig snemma dags með Ríótríóinu. Vantar aftan á lagið.

HEILDARTÍMI: 12,29 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 27. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Arnþór les tilkynningar m. a. um komu barna frá Noregi, týnda muni o.fl.

2. Gísli heldur áfram rölti um Heimaey og segir frá því sem fyrir augu ber. Deilir á umgengni við Gagnfræðaskólann, ræðir við Jón Stefánsson hlustvörð á Vestmannaeyjaradíóinu, sem þá var í Gagnfræðaskólanum, 1. hæð, en þar var einnig símstöðin í Eyjum. Gísli segir frá vandkvæðum vegna fjarstýringar loftskeytastöðvarinnar í Eyjum frá Gufunesi.
Rætt við Heiðmund Sigurmundsson, sem m.a. er forstöðumaður Þjónustudeildar.
Gísli ræðir um umgengni á "ákveðnum opinberum stað", eins og það er orðað, en það er Hótel HB.

3. Afmæliskveðjur. Spilað lag Oddgeirs við texta Árna úr Eyjum, Glóðir, sem Óli Gaukur kallar Vilta strengi.

Heildartími 16.05 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 30. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til í fórum Ríkisútvarpsins.

1. Arnþór hefur þáttinn, les tilkynningu og segir fréttir frá Eyjum og minnir á ferðir Herjólfs.

2. Arnþór segir frá bréfi, sem Herjólfur Ólsen frá Tromsö sendi konu hér á landi. Í bréfinu er kvæði, sem norskur námsmaður hér á landi, Per Landrö les. Kvæðið heitir Ísland, ort í tilefni dvalar Eyjabarna þar í bæ. Arnþór segir frá innihaldi kvæðisins. Á eftir leikið norskt lag.

3. Gísli hringir í Sigurð Þórðarson, Sigga Þórðar á Eyjaberginu úti í Eyjum. Samtalið var tekið við hann án þess að hann vissi. Siggi spjallar um fjölskylduna, fyrirtækið sitt, hvetur til bjartsýni og segir að nú þurfum við að fá nýja ferju. Samtalið er bráðskemmtilegt og eðlilegt. Siggi minnist á rafmagnsmál.

4. Afmæliskveðjur og leikið japanskt lag, Síðustu skilaboðin.

Heildartími 16,33 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 8. júlí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til hjá Ríkisútvarpinu.
Þessi þáttur ber yfirskriftina Arnþór og Gísli fara á sjó í bátsferð í kringum Eyjarnar með Ása í Bæ. Vélstjóri er Sigurður Ingólfsson tæknimaður.

1. Arnþór segir frá skírnar- og fermingarmessu, sem var í Landakirkju í morgun.

2. Gísli les afmæliskveðjur og leikið er lagið Í sól og sumaryl með Hljómsveit Ingimars Eydal. Lagið er eftir Gylfa Ægisson.

3. Gísli og Arnþór fara í bátsferð með Ása í Bæ.
Ási les úr bæklingi, sem hann gaf út með litmyndum. Frásögnin er af hringferð kringum Heimaey fyrir gos. Lesturinn er raunverulegur, undir hann er sett trilluhljóð, öldugjálfur og bergmál, þegar farið er inn í sjávarhella. Sigurður Ingólfsson titlaður vélstjóri hljóðritaði þáttinn. Þess má geta að þessi bátsferð hljómar svo raunverulega að margir héldu að við hefðum í rauninni farið í ferðina með Ása.

4. Bænarorð séra Þorsteins Lúthers Jónssonar.

Heildartími 19,56 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 10. júlí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Arnþór hefur þáttinn með að lýsa eftir svörtum plastpoka og fleiri tilkynningar. M.a. um nóg pláss á barnaheimili Vestmannaeyinga í Reykjavík. 2. Gísli og Arnþór hitta Vilborgu Sigurðardóttur og Jón Kjartansson hjá Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja og atvinnumiðluninni, sem þá var að Laugavegi 18 í Reykjavík. Spjallar m.a. um atvinnumál unglinga. Ræðir við Jón Kjartansson um félagsréttindi félaga í Verkalýðsfélaginu. Spjallað einnig um notkun orlofshúsanna í Ölfusborgum.
3. Afmæliskveðjur. Leikið lagið Zwei briefe eftir Bert Kempfert. Nanna Egils Björnsson syngur með útvarpshljómsveitinni í Hamborg. Nanna var stjórnandi samkórs Vestmannaeyja. Þetta er eina upptakan, sem til er af þessu lagi hér á landi nema eiginmaður Nönnu, Björn Sv. Björnsson eigi afrit. Heildartími 17.06 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 11. júlí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Arnþór les tilkynningar m.a. frá Samkórnum og Rauða krossinum. M. a. er auglýsing frá konu úr Eyjum, sem vantar að láta sækja barn sitt á barnaheimili fyrir kl. 5 á daginn. Fleiri tilkynningar og fréttir, m.a. um fyrstu viðlagasjóðshúsin í Keflavík, sem tilbúin eru til íveru, lesin listi yfir þá, sem eiga að fá hús.

2. Gísli ræðir við Kristin Ástgeirsson frá Miðhúsum lundakarl og fl. í tilefni málverkasýningar, sem hann hélt á Hallveigarstöðum í júlí 1973. Kristinn ræðir um fuglaveiði, málaralist og fl., segir frá fyrstu myndinni sinni. Kristinn var 79 ára gamall, þegar viðtalið var tekið.

3. Lesnar afmæliskveðjur og leikið stef í lok þáttarins.

Heildartími 17.03 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband