Eyjapistill 22. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Ekki til í fórum Ríkisútvarpsins.

1. Gísli kynnir þáttinn og les tilkynningar, m. a. um Lundahófið á Akureyri.

2. Arnþór hringdi í Friðrik Jesson forstöðumann Náttúrugripasafns Vestmannaeyja og hann gefur frábæra lýsingu á heimkomu hinna fiðruðu Vestmannaeyinga. Hann rekur hvernig lundinn kom til Eyja og hvernig hann gróf eftir gömlu honunum sínum. Segir frá ýmsu varðandi Náttúrugripasafnið o.fl. Þá segir hann frá gróðurfari í Eyjum. Þá spyr Arnþór um Náttúrugripasafnið. Þá segir hann frá æðarkollu og ástarmálum hennar. Mjög lifandi og skemmtilegt samtal.

3. Gísli les tilkynningar um óskilamuni og fleira.

4. Gísli les kveðjur og leikið er lagið Þú. Þjóðlagadúettinn Brynjúlfsbúð, Árni Sigfússon og Ómar Sigurbergsson leika lag Árna Sigfússonar við ljóð Hilmars þórs Hafsteinssonar. Hljóðritunin er gerð á þjóðlagakvöldi Vestmannaeyinga, sennilega í apríl 1973 í Tónabæ í Reykjavík.

Heildartími 16.17 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband