Eyjapistill 7. febrúar fyrsti Eyjapistillinn

Umsjón: Stefán Jónsson sem löngum var kallaður fréttamaður. 1. Vestmannaeyjar. Lag: Arnþór Helgason. Ljóð: Kristinn Bjarnason. Guðmundur Jónsson syngur. Guðmundur Gilsson leikur með á píanó. Sungin tvö erindi kvæðisins. 2. Stefán Jónsson gerir grein fyrir tilgangi þáttarins. 3. Stefán Jónsson ræðir við séra Þorstein Lúter Jónsson sóknarprest í Vestmannaeyjum um uppruna þjóðsögunnar að ekki megi vera biskupssonur prestur í Vestmannaeyjum. Einnig segir séra Þorsteinn frá safnaðarstarfi í hinum mörgu Landakirkjum (á fastalandinu). Hann fjallar um fermingarundirbúning og dagheimili fyrir Eyjabörn. 4. Sagt frá samþykktum bæjarstjórnar Vestmannaeyja um að fá Gullfoss og Hótel Esju handa húsnæðislausum, skólastarfi og fleiri tilkynningar. Fjallað einnig um skólastarf í Reykjavík og Hveragerði og víðar austan fjalls. Stefán bendir á heppilegar strætisvagnaleiðir handa Vestmannaeyingum í Reykjavík. Fjallar um veiðar Eyjabáta. Sagt frá vélsmiðjum Eyjamanna. Sagt frá starfsemi veiðafæragerðanna í Eyjum. Fjallað um atvinnu- og húsnæðismiðlun í Tollstöðvarhúsinu í Reykjavík. Sagt frá ráðleggingastöð Rauða krossins. Sagt frá opnun skrifstofu bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Hafnarbúðum í Reykjavík. Fjallað um íþróttamál. Heildartími 17.15 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband