Eyjapistill 26. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn er ekki til hjá Ríkisútvarpinu. Fannst á afriti frá Bókasafni Vestmannaeyja sem G. H. gerði í janúar 1993 og var efnistekinn 28. febrúar 2008.

1. Arnþór kynnir þáttinn og segir frá boði austur-þýskra samtaka sem bjóða 12 til 14 ára gömlum börnum úr Eyjum til mánaðardvalar í Austur-Þýskalandi og fleiri tilkynningar.

2. Gísli segir frá heimsókn sinni og fleiri til Eyja 22. -23. júní. Segir frá minjagripasölu til styrktar sjúkrahúsinu. Lýsir skoðunarferð með Páli Helgasyni og Sigfúsi Johnsen um gossvæðið til styrktar uppbyggingu sjúkrahússins í Eyjum. Páll segir frá ferðafólkinu. G. H. lýsir útsýnisferðinni. Páll lýsir því hvernig moðsuðan fer með hús í Eyjum og lýsir Prestshúsum, hvernig hitinn fer með það. Hitinn í húsinu var 95 stig í kjallara þess þegar það var grafið upp. Mjög greinargóð lýsing á hvernig moðsuðan fer með húsið.
Gísli ræðir við Gunnar Sigurmundsson fyrrum meðumsjónarmann Eyjapistils, en hann segir frá væntanlegri opnun Félagsheimilisins þar. Gunnar segist verða væntanlegur hallardraugur þar. Stefnt er að opnun Félagsheimilisins nú um helgina.

4. Arnþór les afmæliskveðjur. Leikið í lokinn Ég sá þig snemma dags með Ríótríóinu. Vantar aftan á lagið.

HEILDARTÍMI: 12,29 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband