Eyjapistill 1. maí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Gísli les tilkynningu til Vestmannaeyinga í Vestmannaeyjum um hátíðarhöld 1. maí á vikurvellinum neðan við Gagnfræðaskólann og fleiri tilkynningar.

2. Gísli ræðir við Helgu Rafnsdóttur fyrrum formann Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum um verkalýðsbaráttuna og gamla daga í Eyjum.

3. Tilkynningar um týnda muni, sem Gísli les og fleira.

4. Afmæliskveðjur og leikið lagið Austrið er rautt í sinfóníuútsetningu fyrir hljómsveit og píanó.

5. Bænarorð séra Þorsteins Lúters Jónssonar.
(Ath:
Á þessum tíma var Eyjapistill sendur út k. 18.00. Daginn áður hafði ég tekið langt viðtal við Helgu Rafnsdóttur, sem var eitt sinn ritari Verkakvennafélagsins snótar. Í spjallinu rifjaði hún upp ýmislegt um verkalýðsbaráttuna úti í Eyjum frá þriðja og fjórða tug 20. aldar. Svo tæpt stóð gerð þessa þáttar að tæknimaður hljóp með hann fram í útsendingu á slaginu kl. 6, en útvarpsþulurinn, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir las stutta tilkynningu til þess að seinka byrjun þáttarins um 10 til 15 sek. Á meðan tæknimaður í útsendingu var að gera klárt).

Heildartími: 18,53 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 17. maí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Gísli kynnir og fjallar um tilgang þáttarins. Spjallar um rausnarskap Norðmanna í garð Vestmannaeyinga og leikið lagið Söngur Sólveigar eftir Greek.

2. Arnþór les tilkynningu um æfingu hjá Kirkjukór Landakirkju og fleira, þar á meðal tilkynningu um týnda muni. Einnig heimild um að Eyjapistill komi bréfum til skila, og fleiri bréf.

3. Gísli les tilkynningu og afmæliskveðjur. Leikið lagið Heima eftir Oddgeir og Ása í tilefni afmælis Hauks Mortens söngvara, en hann syngur lagið.

4. Bænarorð séra Þorsteins Lúthers Jónssonar.

Heildartími 20.26 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 18. maí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Gísli les tilkynningu frá Raunvísindadeild Háskólans og fleira.

2. Rætt við Helga Bergs formann Viðlagasjóðs um húsaleigumál, túlkun hans um meðferð fjármuna sjóðsins og gjafafjár, sem borist hafði, um hlutverk sjóðsins og fleira.

3. Gísli les bréf frá hlustanda, sem tók að sér að geyma bíldekk í öllum hamaganginum.

4. Tilkynning um fund og svo afmæliskveðjur. Flutt lagið Eyjan mín. Flytjendur: Hljómsveit og kór Eyjapistils, Árni Johnsen söngur og gítar, Gísli Helgason trommur og blokkflautur, Arnþór Helgason orgel og bassi og Árni Gunnarsson fréttamaður og fyrrum þingmaður söngur í viðlagi.

5. Bænarorð séra Karls Sigurbjörnssonar.

Heildartími 18.25 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill líklega 21. maí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn er ekki til hjá Ríkisútvarpinu, aðeins á segulbandi frá Arnþóri og Gísla, ekki dagsettur.
1. Arnþór hefur þáttinn og les bréf frá Álfheiði Láru Þórðardóttur frá Skálanesi (Vesturvegi 3a). Þar kemur m.a. tillaga um að þjóðkirkjan gefi fermingarbörnum úr Eyjum ferminguna. 2. Gísli les tilkynningu til þeirra, sem ætla austur að Skálholti í fermingarnar. Gísli tilkynnir um almennan borgarafund á vegum bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Háskólabíói 25. maí nk.
3. Kristján Steinsson les vísur um Bretana í tilefni landhelgisdeilunnar. 4. Gísli hvetur menn að yrkja um Bretana og vitnar í Landvættasögu.
5. Gísli hringir í Eyþór Þórðarson frá Sléttabóli formann Vestmannaeyjafélagsins í Keflavík. Eyþór segir frá miklum lokadansleik í Stapanum 25. maí nk. Hann hvetur fólk til að koma þangað og kynnast og segir frá skemmtiatriðum. Hann hvetur fólk til þess að hafa með sér smávegis brjóstbirtu. Samtal þetta varð til að stjórnendur Eyjapistils fengu ákúru frá Útvarpsráði og yfirstjórn Ríkisútvarpsins. Þá segir Eyþór frá fyrirhugaðri kynnisferð um Suðurnesin fyrir þá Eyjamenn, sem þar búa og frá hátíðarhöldum fyrir Eyjamenn. Hann segir einnig frá Viðlagasjóðshúsum og áhuga annarra en Eyjamanna á þeim.
6. Gísli les tilkynningu frá Í.B.V. um fyrirhugaðar æfingar á gamla Fram-vellinum í Reykjavík.
7. Gísli les afmæliskveðjur. Leikið lagið Blítt og létt.
8. Bænarorð séra Karls Sigurbjörnssonar.
Heildartími 19,35 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 25. maí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Gísli leiðréttir mistök sín vegna missagnar um ætterni Gunnhildar kóngamóður. Pétur Hoffmann Salómonsson leiðréttir hann og flytur stutt erindi um ætt Gunnhildar.

2 Gísli les nokkrar tilkynningar, þar á meðal um væntanlegan borgarafund á vegum bæjarstjórnar í Háskólabíói, sagt frá væntanlegum fermingum í Skálholti og fleira.

3. Afmæliskveðjur, Gísli kallar í Þorbjörn Sigurðsson tæknimann, sem hljóðritaði marga þætti Eyjapistils, þar á meðal þennan.

4. Bænarorð séra þorsteins Lúthers Jónssonar.

Heildartími 18,19 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 28. maí 1973

Umsjón Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Lesin tilkynning til húseigenda frá Hreinsunardeildinni í Eyjum (Gísli les). Segir frá boði Norðmanna um að senda 15 rosknar manneskjur til Bodö.

2. Sagt frá viðtalstímum Eyjalækna í Reykjavík. Sagt frá rafmagnsmálum í Eyjum og fleira. Tilkynningar um týnda muni, fólk beðið að hafa samband við hina og þessa og tilkynning um sjómannadaginn, sem haldinn verður í Reykjavík á vegum Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja.

3. Afmæliskveðjur. Leikið lagið Elliðaeyjarbragur með Árna Johnsen.

4. Bænarorð séra þorsteins Lúthers Jónssonar.

Heildartími 17,45 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 30. maí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Tilkynningar og áskorun frá Ragga rakara til kylfinga um hreinsun golfvallarins o. fl. (Gísli les).
2. Arnþór ræðir við Kristján Júlíusson kennara frá Bolungarvík, bróður Hallgríms skipstjóra á Helga, sem fórst 1950. Viðtalið er tekið á Landsspítalanum og Kristján las kvæði sitt Passíu til Vestmannaeyinga, rökkvuð ský. Hann tileinkar umsjónarmönnum Eyjapistils kvæðið. Kristján lést fáum dögum eftir að viðtalið var tekið.
3. Tilkynningar um fundi og félagsstarf. Þá dæmigerð tilkynning um svartan plastpoka.
4. Afmæliskveðjur. Ómar Ragnarsson flytur lagið Karlagrobb, sem á þeim tíma var bannað í útvarpið.
5. Bænarorð séra þorsteins Lúthers Jónssonar.
Heildartími 18.22 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 2. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn hvergi til nema á böndum hjá Arnþóri og Gísla.

1. Jón Múli Árnason byrjar á að lesa afmæliskveðju til Sigga Reim í tilefni 45 ára afmælis hans.

2. Arnþór les tilkynningu frá orlofsnefnd húsmæðra um orlof Eyjakvenna að Laugarvatni

3. Leikið lagið Vertu sæl mey . Lagið eftir Ása í Bæ. Textinn eftir Loft Guðmundsson. Páll Steingrímsson og félagar flytja. Úr sjónvarpsþætti með Vestmannaeyingum frá apríl 1973.

4. Arnþór segir frá gosinu, fjallar um hraunrennslið og Flakkarann, sem nú er þungfær.

5. Áki Heins Haraldsson segir í gefnum síma frá starfi Landgræðslunar í eyjum í spjalli við Gísla. Segir frá því að 304 eru í Eyjum núna.

6. Heyrist í Halldóri Inga Guðmundssyni með smá eftirhermum frá sama sjónvarpsþætti, og Palli Steingrímss og félagar taka lagið Yndislega Eyjan mín, annað lag en venjulega, slagara.

7. Arnþór segir frá sjómannamessu á morgun í kirkju Óháða safnaðarins. Jafnframt frá sjómannadeginum í Eyjum, Gísli segir frá því.

8. Arnþór les bréf frá Eyjagranda, dulnefni. Bréfritari vill setja meiri kraft í framkvæmdir í Eyjum og ver þær framkvæmdir, sem þegar eru unnar.

9. Afmæliskveðjur, Gísli og Arnþór lesa. Leikið lagið Kappakstur með Ómari Ragnarssyni.

10. Bænarorð séra Þorsteins Lúthers Jónssonar.

Heildartími 19.09 mín


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 5. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn ekki til hjá Ríkisútvarpinu.
(Frá og með þessum þætti var Eyjapistill 6 daga vikunnar á dagskrá. Hafði verið alla daga áður, en nú var þátturinn felldur niður á mánudögum).

1. Á undan þættinum les Ævar Kjartansson þulur tilkynningu frá Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og Almannavörnum ríkisins um að frá og með deginum í dag sé öllum sem voru búsettir í Eyjum 23. janúar 1973 heimilt að fara frjálsir ferða sinna til Eyja, hafi þeir gula nafnskírteinið (passann). Aðrir verða að sækja um heimild. Ævar les sömu tilkynningu á eftir þættinum.

2. Arnþór hefur þáttinn og Gísli ræðir við Jóhannes Kristinsson um hátíðarhöldin á Sjómannadeginum í Vestmannaeyjum. Jóhannes segir einnig frá afhendingu verðlauna á Sjómannadeginum. Fram kemur að Páll Þorbjörnsson flutti ræðu og afhenti verðlaunin og að sjómannadagurinn yrði næst í Eyjum. Fram kemur að Sjómannablaðið kemur ekki út fyrr en að hausti. Jóhannes færir Sjómannadagsráði í Reykjavík þakkir fyrir mikla hjálp.

3. Flutt brot úr ræðu Einars J. Gíslasonar, sem hann flutti úti í Eyjum við minnisvarða druknaðra sjómanna. Sennilega hefur Jói Kristins hljóðritað ræðuna, alla vega kom ræðan frá honum. Einar líkir eldunum í Eyjum við vítiselda Tyrkja 1627. Arnþór rekur frekar ræðu Einars, þegar hann minnist björgunar á bátum og látinna sjómanna.

4. Arnþór les tilkynningar og afmæliskveðjur. Leikið lagið Bjartar vonir vakna eftir Oddgeir Kristjánsson og Loft Guðmundsson. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur flytja.

5. Bænarorð séra Karls Sigurbjörnssonar.

Heildartími 19,48 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 16. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir og Stefán Jónsson. Þátturinn ekki til hjá Ríkisútvarpinu. 1. Á undan þættinum les Jóhannes Arason þulur tilkynningu um messu hjá Séra Þorsteini Lúther Jónssyni í kirkju Óháða safnaðarins. Söfnuður Landakirkju sem var í Reykjavík, þ.e. söfnuðurinn hafði aðsetur í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. 2. Stefán Jónsson kynnir þáttinn. Arnþór segir frá för Arnþórs og Gísla til Noregs í för með 33 Eyjabörnum í sumardvöl þar. Hann segir frá móttökum í Osló og segir frá aðbúnaði þeirra. 3. Stefán Jónsson ræðir við Ingólf Arnarson framkvæmdastjóra Útvegsbændafélags Vestmannaeyja um liðna vertíð. Gefin skýrsla um heildarafla og fjölda báta. Fram kemur að aflabrögðin eru meiri nú en í fyrra. Heildarverðmæti um 900 milljónir í útflutningstekjur. Fleira spjallað þeirra á milli, m. a. um að erfitt sé að útvega Eyjamönnum pláss á Eyjabátum, fiskverkun í landi og hvernig fiskverkunarhúsin í Eyjum brugðust við. Hann leggur áherslu á að samvinna verði höfð við fiskverkendur áður en þeir flytji til Eyja með fiskverkunina. Þá rætt um framtíðarhorfur. 4. Gísli heldur áfram að segja frá Noregsdvöl, sem stóð frá 13. júní til þess 16. Sagt frá afhendingu Magnúsar til borgarstjórnar Oslóar og Magnús gekk fyrir Norska kónginn. Gísli hvetur fólk til að skrifa þættinum. Í lokin leikið vinsælasta lagið í Noregi, Fanetullen, norskt þjóðlag leikið á Harðangursfiðlu í poppútsetningu. Í lokin afkynnir Jóhannes Arason þulur þáttinn. Heildartími 18.08 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband