Eyjapistill 5. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn ekki til hjá Ríkisútvarpinu.
(Frá og með þessum þætti var Eyjapistill 6 daga vikunnar á dagskrá. Hafði verið alla daga áður, en nú var þátturinn felldur niður á mánudögum).

1. Á undan þættinum les Ævar Kjartansson þulur tilkynningu frá Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og Almannavörnum ríkisins um að frá og með deginum í dag sé öllum sem voru búsettir í Eyjum 23. janúar 1973 heimilt að fara frjálsir ferða sinna til Eyja, hafi þeir gula nafnskírteinið (passann). Aðrir verða að sækja um heimild. Ævar les sömu tilkynningu á eftir þættinum.

2. Arnþór hefur þáttinn og Gísli ræðir við Jóhannes Kristinsson um hátíðarhöldin á Sjómannadeginum í Vestmannaeyjum. Jóhannes segir einnig frá afhendingu verðlauna á Sjómannadeginum. Fram kemur að Páll Þorbjörnsson flutti ræðu og afhenti verðlaunin og að sjómannadagurinn yrði næst í Eyjum. Fram kemur að Sjómannablaðið kemur ekki út fyrr en að hausti. Jóhannes færir Sjómannadagsráði í Reykjavík þakkir fyrir mikla hjálp.

3. Flutt brot úr ræðu Einars J. Gíslasonar, sem hann flutti úti í Eyjum við minnisvarða druknaðra sjómanna. Sennilega hefur Jói Kristins hljóðritað ræðuna, alla vega kom ræðan frá honum. Einar líkir eldunum í Eyjum við vítiselda Tyrkja 1627. Arnþór rekur frekar ræðu Einars, þegar hann minnist björgunar á bátum og látinna sjómanna.

4. Arnþór les tilkynningar og afmæliskveðjur. Leikið lagið Bjartar vonir vakna eftir Oddgeir Kristjánsson og Loft Guðmundsson. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur flytja.

5. Bænarorð séra Karls Sigurbjörnssonar.

Heildartími 19,48 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband