Eyjapistill 2. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn hvergi til nema á böndum hjá Arnþóri og Gísla.

1. Jón Múli Árnason byrjar á að lesa afmæliskveðju til Sigga Reim í tilefni 45 ára afmælis hans.

2. Arnþór les tilkynningu frá orlofsnefnd húsmæðra um orlof Eyjakvenna að Laugarvatni

3. Leikið lagið Vertu sæl mey . Lagið eftir Ása í Bæ. Textinn eftir Loft Guðmundsson. Páll Steingrímsson og félagar flytja. Úr sjónvarpsþætti með Vestmannaeyingum frá apríl 1973.

4. Arnþór segir frá gosinu, fjallar um hraunrennslið og Flakkarann, sem nú er þungfær.

5. Áki Heins Haraldsson segir í gefnum síma frá starfi Landgræðslunar í eyjum í spjalli við Gísla. Segir frá því að 304 eru í Eyjum núna.

6. Heyrist í Halldóri Inga Guðmundssyni með smá eftirhermum frá sama sjónvarpsþætti, og Palli Steingrímss og félagar taka lagið Yndislega Eyjan mín, annað lag en venjulega, slagara.

7. Arnþór segir frá sjómannamessu á morgun í kirkju Óháða safnaðarins. Jafnframt frá sjómannadeginum í Eyjum, Gísli segir frá því.

8. Arnþór les bréf frá Eyjagranda, dulnefni. Bréfritari vill setja meiri kraft í framkvæmdir í Eyjum og ver þær framkvæmdir, sem þegar eru unnar.

9. Afmæliskveðjur, Gísli og Arnþór lesa. Leikið lagið Kappakstur með Ómari Ragnarssyni.

10. Bænarorð séra Þorsteins Lúthers Jónssonar.

Heildartími 19.09 mín


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband