Eyjapistill 16. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir og Stefán Jónsson. Þátturinn ekki til hjá Ríkisútvarpinu. 1. Á undan þættinum les Jóhannes Arason þulur tilkynningu um messu hjá Séra Þorsteini Lúther Jónssyni í kirkju Óháða safnaðarins. Söfnuður Landakirkju sem var í Reykjavík, þ.e. söfnuðurinn hafði aðsetur í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. 2. Stefán Jónsson kynnir þáttinn. Arnþór segir frá för Arnþórs og Gísla til Noregs í för með 33 Eyjabörnum í sumardvöl þar. Hann segir frá móttökum í Osló og segir frá aðbúnaði þeirra. 3. Stefán Jónsson ræðir við Ingólf Arnarson framkvæmdastjóra Útvegsbændafélags Vestmannaeyja um liðna vertíð. Gefin skýrsla um heildarafla og fjölda báta. Fram kemur að aflabrögðin eru meiri nú en í fyrra. Heildarverðmæti um 900 milljónir í útflutningstekjur. Fleira spjallað þeirra á milli, m. a. um að erfitt sé að útvega Eyjamönnum pláss á Eyjabátum, fiskverkun í landi og hvernig fiskverkunarhúsin í Eyjum brugðust við. Hann leggur áherslu á að samvinna verði höfð við fiskverkendur áður en þeir flytji til Eyja með fiskverkunina. Þá rætt um framtíðarhorfur. 4. Gísli heldur áfram að segja frá Noregsdvöl, sem stóð frá 13. júní til þess 16. Sagt frá afhendingu Magnúsar til borgarstjórnar Oslóar og Magnús gekk fyrir Norska kónginn. Gísli hvetur fólk til að skrifa þættinum. Í lokin leikið vinsælasta lagið í Noregi, Fanetullen, norskt þjóðlag leikið á Harðangursfiðlu í poppútsetningu. Í lokin afkynnir Jóhannes Arason þulur þáttinn. Heildartími 18.08 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband