Eyjapistill 17. júní 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn ekki til hjá Ríkisútvarpinu.
Gunnar Stefánsson þulur kynnir þáttinn.

1. Arnþór og Gísli hefja þáttinn á nokkuð skondinn hátt. Gísli les mjög áríðandi tilkynningu til 3. 4. og 5. flokks ÍBV um væntanlegar sumarbúðir.

2. Arnþór hringir í lögskipaðan fréttaritara Eyjapistils á Eyrabakka, Magnús Karel Hannesson. Magnús segir frá niðursetningu 12 húsa Viðlagasjóðs, búið að ganga frá 8 húsum. Magnús lýsir einnig húsunum og húsaskipan. Magnús segir frá löndun Eyjabáta á Eyrabakka. Það kemur fram að fólk vantar á Bakkann til að vinna allan aflann.

3. Arnþór sendir Norðmönnum á Eyrabakka kveðjur og Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur lag, líklega hljóðritað á tónleikum 1966 í samkomuhúsi Vestmannaeyja.

4. Arnþór segir frá hádegisverðarboði á vegum borgarstjórnar Oslóar, þann 13. júní Á Holmen kollen. Sagt frá gjöfum borgarstjórnarinnar og haft er eftir sendiherra Íslands í Noregi um fjárframlög. Agnar Klemens Jónsson sendiherra segir frá gjöf lamaðra og fatlaðra til lamaðra og fatlaðra á Íslandi. Sagt er hvað börnum frá Eyjum er gert til gamans á 17. júní og framtakssemi ráðskonu á einum sumarbúðunum. Gísli segir einnig frá framkvæmdasemi konunnar, sem var á Nurefjell í Íslendingahúsinu þar.

5. Afmæliskveðjur, m.a. til Páls Magnússonar núverandi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins (26.02.2008 )og fleiri. Leikið lagið Minning um mann eftir Gylfa Ægisson, til minningar um Gölla Valda. Hljómsveitin Logar flytur. Upptakan úr sjónvarpsþætti með Vestmannaeyingum í apríl 1973

Aftan á þáttinn vantar bænarorð. Frá 11. júní voru bænarorðin einungis á sunnudögum.

Heildartími 18:11 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband