Eyjapistill 19. júní

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn ekki til hjá Ríkisútvarpinu.

1. Arnþór segir frá flutningi tækja Eyjabergs og hluta af tækjum Vinnslustöðvarinnar. Arnþór segir aflafréttir og frá söltun. Hann les tilkynningu um kvikmyndatökuvél, sem tapast hefur.

2. Gísli heldur áfram að kynna ferð til Noregs, en frásögnin nær frá 15. júní. Arnþór grípur inn í.
Gísli og Arnþór ræða við Ólaf Friðfinnsson skrifstofustjóra Loftleiða í Noregi um upphaf þess að börnum var boðið til Noregs. Börnin eru á 7 -15 ára aldri. Ólafur Friðfinnsson var fylgdarmaður Arnþórs og Gísla í Noregi. Þeir spjalla um fleira. Ólafur telur upp þá staði, þar sem börnin dvelja.
Skarphéðinn, Karl. Árni og Ívar Atlason koma þarna að á Haraldvangen og segja frá dvölinni. Þetta eru smápeyjar.
Þá spjallar Gísli og Marta kona Magnúsar bæjarstjóra og Arnþór við litla stúlku Hrafnhildi Magnúsdóttur einnig á Haraldvangen. Stelpurnar, Hrafnhildur og fleiri segja frá prakkaraskap strákanna.

3. Afmæliskveðjur. Leikið lagið Í sól og sumaryl eftir Gylfa Ægisson með hljómsveit Ingimars Eydal.

Heildartími 13.24 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband