Eyjapistill líklega 21. maí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn er ekki til hjá Ríkisútvarpinu, aðeins á segulbandi frá Arnþóri og Gísla, ekki dagsettur.
1. Arnþór hefur þáttinn og les bréf frá Álfheiði Láru Þórðardóttur frá Skálanesi (Vesturvegi 3a). Þar kemur m.a. tillaga um að þjóðkirkjan gefi fermingarbörnum úr Eyjum ferminguna. 2. Gísli les tilkynningu til þeirra, sem ætla austur að Skálholti í fermingarnar. Gísli tilkynnir um almennan borgarafund á vegum bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Háskólabíói 25. maí nk.
3. Kristján Steinsson les vísur um Bretana í tilefni landhelgisdeilunnar. 4. Gísli hvetur menn að yrkja um Bretana og vitnar í Landvættasögu.
5. Gísli hringir í Eyþór Þórðarson frá Sléttabóli formann Vestmannaeyjafélagsins í Keflavík. Eyþór segir frá miklum lokadansleik í Stapanum 25. maí nk. Hann hvetur fólk til að koma þangað og kynnast og segir frá skemmtiatriðum. Hann hvetur fólk til þess að hafa með sér smávegis brjóstbirtu. Samtal þetta varð til að stjórnendur Eyjapistils fengu ákúru frá Útvarpsráði og yfirstjórn Ríkisútvarpsins. Þá segir Eyþór frá fyrirhugaðri kynnisferð um Suðurnesin fyrir þá Eyjamenn, sem þar búa og frá hátíðarhöldum fyrir Eyjamenn. Hann segir einnig frá Viðlagasjóðshúsum og áhuga annarra en Eyjamanna á þeim.
6. Gísli les tilkynningu frá Í.B.V. um fyrirhugaðar æfingar á gamla Fram-vellinum í Reykjavík.
7. Gísli les afmæliskveðjur. Leikið lagið Blítt og létt.
8. Bænarorð séra Karls Sigurbjörnssonar.
Heildartími 19,35 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband