Eyjapistill 13. júlí 1973


Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til hjá Ríkisútvarpinu.

1. Þátturinn byrjar óvenjulega, heyrist í Hrafni Baldurssyni tæknimanni. Arnþór hefur þáttinn, les tilkynningu og segir frá búslóðaflutningum til Eyja með Herjólfi og fleira.

2. Arnþór fjallar um skólahald í Eyjum, ef fólk flytur þangað. Hann les afmæliskveðjur. Leikið lagið Hraustir menn með Guðmundi Jónssyni og Karlakór Reykjavíkur.

3. Arnþór kynnir afhendingu 21 húss á vegum Viðlagasjóðs, fyrstu húsin sem afhent eru. Það var í Keflavík.
Gísli fer á vettvang og ræðir við Ásmund Jónsson frá Strembugötu 27, sem var fyrsti maður til að undirrita húsaleigusamning við Viðlagasjóð (Villa frænda).
Gísli hittir Erling Einarsson, sem fær einnig hús. Það brann ofan af Erlingi, þegar hann var flúinn frá Eyjum.
Gísli hittir Hólmfríði Sigurðardóttur konu Ragnars pól.
Gísli spjallar við Jóhann Friðfinnsson, sem afhenti húsin fyrir hönd Viðlagasjóðs um hvernig honum sé innanbrjósts við afhendingu og hvaða reglur giltu um úthlutanir húsa. Spjallað vítt og breitt.
Gísli fer upp í Eyjabyggðina og ræðir við Jónas Guðmundsson og Jóhann Friðfinnsson, en lóðir voru ófrágengnar.

Heildartími 19,45 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 15. júlí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Arnþór hefur þáttinn á að rífa nafnlaust bréf.

2. Efni frá Ernst Ketler og Páli Steingrímssyni frá Noregi, þar sem þeir hljóðrita efni vegna dvalar Eyjabarna. Páll Steingrímsson ræðir við Sigurð Örn og Pétur Maack, starfsmenn Rauða krossins um dvöl barnanna og tilhögun hennar. Upptaka þeirra Palla og Ernst frá kvöldvöku í Langasundi í Noregi. Söngur, gítarspil og spjall. Lýsing frá barnabúðum í Hövringen í Noregi. Páll spjallar við hópinn m.a. um knattspyrnuleik, spjallar við Sighvat, ungan pilt. Þá heyrist í Lilju, Þresti, sem er þegjandi hás vegna þess að hann hvatti stelpurnar í fótbolta. Þá heyrist í Jónasi, sem er einnig hás. Þá var frá skemmtun í Kragerö þar sem stiginn var norskur þjóðdans. Spjallað við krakka og Þórarinn, ungan þjálfara.

3. Afmæliskveðjur. Leikið lag Gylfa Ægissonar Sonur minn með Logum.

4. Bænarorð séra Karls Sigurbjörnssonar.

Heildartími 20.35 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 17. júlí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Arnþór les fréttir um mat á húseignum, hreinsun o. fl. Einnig auglýst eftir týndum munum.

2. Tilkynningar frá Viðlagasjóði um bílaskoðun o. fl.

3. Arnþór og Gísli heimsækja Stefán Árnason (Stebba pól) og hann spjallar um hitt og þetta. Spjallar m.a. um þjóðhátíð. Hann segir frá starfi sínu sem þjóðhátíðarþulur og fjallar um störf sín í Leikfélagi Vestmannaeyja.

4. Afmæliskveðjur. Leikið lagið Blítt og létt eftir Oddgeir Kristjánsson og Árna úr Eyjum. Rúnar Gunnarsson syngur.

Heildartími 14.37 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 18. júlí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Arnþór byrjar á tilkynningum og upplýsir um höfund nafnsins á Eldfellinu, les fleiri tilkynningar.

2. Gísli rabbar við Sigurð Þorkelsson hjá Pósti og síma um næturþjónustu á Loftskeytastöðinni í Vestmannaeyjum og fleira varðandi þjónustu við báta.

3. Stefán Árnason (Stebbi pól) les kvæðið Helgafell eftir Sigurð Magnússon frá Sólvangi í Vestmannaeyjum. Kvæðið var ort 1960.

4. Arnþór fjallar um breytingar á félagsmálum Vestmannaeyinga og les eina afmæliskveðju. Í lokin leikið lag frá Kína, sem heitir Maó formaður kallar landsfólkið til starfa.

Heildartími 15.41 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 19. júlí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Arnþór segir frétt frá Rauða krossinum, þar sem segir frá að fyrirtæki í Ísrael hafi sent 100 kíló af salgæti handa Eyjabörnum og fleiri tilkynningar.

2. Sagt frá messu í Landakirkju kl. 18, 20. júlí og sagt frá hjónavígslu í messunni, þar sem Bjarni Rögnvaldsson og Helga Þorgrímssdóttir verða gefin saman. Fleiri tilkynningar.

3. Sagt frá úthlutun smáhúsa í Hveragerði handa Vestmannaeyingum, sagt frá þeim, sem hljóta húsin.

4. Sagt m.a. frá konu, sem vill gefa Eyjamönnum hænuunga, sennilega Helga Larsen á Engi í Mosfellssveit. Sagðar fréttir af Sparisjóðnum og af ársritinu Bliki.

5. Lesin tvö goskvæði eftir Sigríði Jónsdóttur frá Stöpum, Arnþór les.
Fyrra kvæðið: Svo munu margir mæla 1973
Seinna kvæðið: Til þeirra, sem dæla á hraunið í Eyjum.

6. Bréf frá Stefáni frá Sléttabóli, sem auglýsir eftir týndum munum.

7. Afmæliskveðjur. Leikið lagið Det er vår brullöbsdag i dag, danskt lag.

Heildartími 15.27 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 29. júlí 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn tileinkaður Færeyingum.

1. Arnþór les tilkynningar.

2. Erlendur Pétursson kóngsbóndi í Kirkjubæ í Færeyjum, lögþingsmaður og formaður Þjóðveldisflokksins segir frá Ólafsvökunni í Færeyjum. Hann segir frá aldagamalli hefð, m.a. við setningu lögþingsins. Erlendur mælir á frábæra íslensku, enda á hann ættir hingað að rekja. Gísli spjallaði við Erlend. Brot úr danskvæðinu um Reigin smið.

3. Afmæliskveðjur. Leikið lag með Harkaliðinu, það syngur kvæðið Það hefur þótt. Danskvæði eftir Jóhannes kóngsbónda í Kirkjubæ, föður Erlendar.

4. Bænarorð séra Karls Sigurbjörnssonar.

Heildartími 20.35 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 5. ágúst 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þáttur m.a. frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja á Breiðabakka.
Gísli kynnir þáttinn.

1. Hljómsveit og kór Eyjapistils, Arnþór og Gísli og Árni Johnsen flytja þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1973 "Við höldum þjóðhátíð" eftir Arnþór og Árna, textinn er eftir Árna.

2. Gísli rabbar um þjóðhátíð og kynnir þjóðhátíðarljóð Magga í Skuld, Magnúsar Þ. Jakobssonar, kvæðið heitir Þjóðhátíðardagur í Herjólfsdal. Kvæðið gert 5. ágúst 1961.

3. Gísli kynnir ljóðið Vestmannaeyjar eftir Kristin Bjarnason. Guðmundur Jónsson syngur tvö erindi ljóðsins við lag Arnþórs Helgasonar.

4. Haldið áfram umfjöllun og flutt lagið Manstu okkar fyrsta fund. Spröngutríóið flytur ásamt fleiri lögum. Hljóðritun úr sjónvarpsþætti með Vestmannaeyingum í apríl 1973.

5. Útsending í gegnum síma frá Vestmannaeyjum, Gísli kynnir þjóðhátíð á Breiðabakka.
Heyrist í Stefáni Árnasyni, Stebba pól þjóðhátíðarþul.
Eggert Sigurlásson formaður þjóðhátíðarnefndar setur hátíðina.
Arnþór lýsir atriðum á þjóðhátíð.
Segir frá gosvöku á Breiðabakka um kvöldið.

6. Leikið lagið Þá varstu ungur (nú kallað Kvöldlag) eftir Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ. Anna Vilhjálms og Berti Möller syngja með Hljómsveit Svavars Gests. Inn í vantar afmæliskveðjur, sem Ragnheiður Ásta las í beinni útsendingu.

7. Bænarorð séra Þorsteins Lúthers Jónssonar.

Heildartími 24.14 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 9. ágúst 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Arnþór byrjar á tilkynningum og afmæliskveðjum.

2. Farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, gosvöku.
Stebbi pól byrjar á að auglýsa eftir Árna Johnsen. Segir ýmsa brandara og les heillaskeyti.
Fjöldasöngur, stemmning og spjall við þjóðhátíðargesti. Margir góðglaðir og léttir.
Brugðið upp mynd af skemmtivöku. Árni Johnsen og fleiri flytja gamanvísur eftir Sigurbjörgu Axelsdóttur (Döddu skó) og fjöldasöngur. Unnur Guðjónsdóttir leikkona segir skemmtisögur.
Siggi Reim kveikti varðeld og þar er fjöldasöngur.
Dixilandhljómsveit Vestmannaeyja leikur lag frá Gosvöku.

Heildartími 16.32 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 10. ágúst 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn byrjar viljandi óvenjulega, þ. e. inni í miðjum þætti eins og gleymst hafi að raða honum í rétta röð. Þáttastjórar vildu breyta til og sprella.

1. Arnþór spjallar við séra Karl Sigurbjörnsson um hitt og þetta, m.a. um skírnarmessu, sem halda á í Landakirkju 12. ágúst og heimflutning prestanna.

2. Gísli spjallar við hlustendur og les afmæliskveðjur. Leikinn Brennukóngsvalsinn eftir Arnþór. Gunnar Guðmundsson leikur á harmoniku, Arnþór á bassa og orgel og Gísli á trommur.
Þarna virðast vera lok þáttarins, enda slökkti hún amma mín í Skuld á útvarpinu.

3. Upphaf þáttarins á röngum stað. Arnþór les tilkynningar og fréttir. Lögreglan og Viðlagasjóður óska m.a. eftir lyklum að húsum, sem verða auð í vetur.

4. Gísli fór til Selfoss, ræddi við Guðmund Á. Böðvarsson sveitarstjóra á Selfossi um viðlagasjóðshús, sem setja á niður þar í bæ og ýmsar framkvæmdir tengdar þeim. Fylgdarmaður: Jónas Guðmundsson, sem starfar í húsnæðismiðluninni.

Heildartími 15,39 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 11. ágúst 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Arnþór byrjar fyrst og les afmæliskveðjur. Leikið lagið Serenata eftir Haikenz í poppútsetningu Pink mize.

2. Gísli heldur áfram spjalli á Selfossi í fylgd Jónasar Guðmundssonar.
Ræðir fyrst við Óla Þ. Guðbjartsson oddvita og skólastjóra Gagnfræðaskóla Selfoss frekar um framkvæmdir við Viðlagasjóðshús og frágang lóða. Spjallað um fjölda Eyjaunglinga í skólum á Selfossi og skólabyggingar þar.
Farið inn í eitt viðlagasjóðshúsanna. Helgi Bjarnason verkfræðingur, sem hefur haft umsjón með samsetningu húsanna lýsir húsaskipan og umhverfi húsanna, en umrædd hús eru norsk.

Heildartími 18.16 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband