28.2.2010 | 21:36
Eyjapistill 28. mars 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir. Fimmtugasti þáttur. Gísli kynnir.
1. Tilkynningar og afmæliskveðjur.
2. Heima. Lag: Oddgeir Kristjánsson. Ljóð: Ási í Bæ. Haukur Mortens syngur.
3. Tilkynningar um týnda muni.
4. Sagt frá opnun nokkurra eyjabúða í Reykjavík.
5. Gripið niður í ræðu Hafsteins Stefánssonar frá borgarafundi Vestmannaeyjafélagsins Heimþrá, sem haldinn var í Selfossbíói 25. mars. Þar segir Hafsteinn frá því þegar hann og fleiri fóru erlendis að skoða gjafahús, og þeim vandamálum að fá land undir húsin.
6. Frétt frá Jónasi Guðmundssyni í húsnæðismiðlun Vestmannaeyinga.
7. Bænarorð séra Karls Sigurbjörnssonar.
Heildartími 19.03 mín.
28.2.2010 | 21:28
Eyjapistill 14. apríl 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Lesari fyrst Arnþór.
1. Tilkynningar.
2. Lesið bréf frá dagblaðinu Vísi, sem Eyjapistli var sent. Bréfið ritað daginn fyrir gos.
3. Afmæliskveðjur. Gísli skýtur inn smá eyjaféttum. Leikið lag í lok kveðjanna.
4. Gísli Helgason og Þorbjörn Sigurðsson tæknimaður fóru í heimsókn í Ölfusborgir, nýlendu Vestmannaeyinga 10. apríl 1973. Fylgdarmaður: Hermann Einarsson.
Rætt við Erlend Guðmundsson umsjónarmann húsanna í Ölfusborgum. Erlendur var kallaður Lindsey borgarstjóri.
Eiginkonur Braga og Svavars Steingrímssona, þær Sigríður og Eygló heimsóttar. Einnig rætt við Steingrím Svavarsson um lífið og tilveruna. Hann var þá á 12. ári. Steingrímur lýsir vel söknuðinum eftir náttúru Vestmannaeyja og lífinu þar.
Leikið lagið Ég heyri vorið eftir Oddgeir. Hljómsveit Ólafs Gauks flytur.
Aftan á þáttinn vantar bænarorð.
Heildartími 17.15 mín.
28.2.2010 | 21:20
Eyjapistill 15. apríl 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1 Gísli ræðir við Bjarna Jónasson flugmann um lífið og tilveruna og um hreinsunarstörf í Eyjum.
2. Arnþór Árnason fyrrum kennari í Vestmannaeyjum flytur kvæði sitt Liljukvæði. Hljóðritunina gerði A. H. 1969.
3. Sagt frá styrktartónleikum Askenassi til handa Vestmannaeyingum sem haldnir voru á Akureyri daginn áður 14. apríl og leikinn píanóvals með honum.
4 Haldið áfram heimsókn í Vestmannaeyjabyggðir austanfjalls.
Farið í heimsókn í Ryftón, barnaheimili Vestmannaeyinga og rætt við Sigríði Angantýsdóttur um sérstæðar aðstæður á heimilinu.
5 Afmæliskveðjur, Arnþór les.
6. Leikið lagið Vestmannaeyjar eftir Arnþór Helgason. Arnþór leikur á orgel, Gísli á blokkflautu. Hljóðritunin gerð hjá Ríkisútvarpinu í lok árs 1968.
7. Bænarorð séra Karls Sigurbjörnssonar.
Heildartími 19.00 mín.
28.2.2010 | 21:06
Eyjapistill 16. apríl
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Afmæliskveðjur og leikinn Flagarabragur með Ríó-tríóinu.
2. Tilkynningar.
3. Arnþór les bréf frá Noregi, frá 9 ára gamalli eyjastúlku, sem býr í Álasundi í Noregi. Einnig tilkynningar.
4. Gísli ræðir við Sigurfinn Sigurfinnsson um teiknisamkeppni barna úr Eyjum á vegum Svissnesks-Íslensks vinafélags.
5. Haldið áfram ferð um Vestmannaeyjabyggð í Hveragerði.
Farið að elli og hjúkrunarheimilinu Ási og rætt við hjúkrunarkonu, nafns ekki getið.
Spjallað við Magnús frá Hrafnabjörgum, Matthías skreðara og Guðna póst, allt gamla og góða eyjamenn um lífið í Hveragerði.
Farið í lokin til Önnu Sigurðardóttur í Vatnsdal, þar sem hún segir frá tilfinningum sínum, er húsið hennar fór undir hraun.
Aftan á þáttinn vantar bænarorð.
Heildartími 17.57 mín.
28.2.2010 | 20:59
Eyjapistill 19. apríl 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Tilkynningar, sem G. H. les, les einnig um sumardaginn fyrsta úr Þjóðháttum Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili. Leikið lagið Sumar er í sveit með Soffíu og Önnu Siggu.
2. . G. H. flettir í Þjóðháttunum um skírdag. Leikið lagið Sumarást með Hljómsveit Ingimars Eydal. Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson syngja.
3. Arnþór kynnir kvæði eftir Magnús þ. Jakobsson (Magga í Skuld). Magnús les kvæði sitt Sumaróður, sem Arnþór hljóðritaði árið 1969, en Magnús lést 1970. Arnþór og Gísli leika lag Arnþórs við kvæðið. Lagið hljóðritað hjá Ríkisútvarpinu 1971.
4. Arnþór les tilkynningar frá Sparisjóðnum og fleirum.
5. Gísli les tilkynningu og afmæliskveðjur. Leikið í lokin Green green grass of home með Tom Johns.
6. Bænarorð séra Karls Sigurbjörnssonar.
Heildartími 23.26 mín.
28.2.2010 | 20:53
Eyjapistill 20. apríl 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Gísli les úr Þjóðháttum Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili um föstudaginn langa.
2. Séra Þorsteinn Lúther Jónsson flytur hugvekju í tilefni dagsins.
Á milli atriða er leikið úr Svítu nr. 2 eftir J. S. Bach og í lokin þýskur sálmur.
Heildartími 17.52 mín.
28.2.2010 | 18:29
Eyjapistill 21. apríl 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Gísli les fréttir frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja um afla Eyjabáta frá 1. jan. til 15. apríl.
2. Lesnar tilkynningar um týnda muni.
3. Hjörtur Pálsson les kvæðið Hugleiðing um sköpunina eftir Kristján Steinsson.
4. Tilkynningar um messur og sýningar á ljósmyndum Ástþórs Magnússonar frá Vestmannaeyjum og gosfréttir.
5. Afmæliskveðjur. Í lokin leikin lagasyrpa með Þóri Baldurssyni og félögum.
6. Bænarorð séra Þorsteins Lúthers Jónssonar.
Heildartími 23.45 mín.
28.2.2010 | 18:21
Eyjapistill 23. apríl 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Hjörleifur Hallgrímsson á Akureyri (Hjörleifur í Bláfelli) fréttaritari Eyjapistils á Akureyri segir fréttir af Vestmannaeyingum þar.
2. Bjarni Bjarnason í Breiðholti spjallar við G. H. um páskahrotur o. fl. þar á meðal segir hann frá páskahrotunni 1945, sem varaði í 17 sólarhringa samfleytt.
3. Arnþór segir fréttir af eyðileggingu húsa og les tilkynningar.
4. Gísli spjallar við séra Þorstein Lúther Jónsson sóknarprest í Eyjum um ljóðagerð í tilefni sumarkomu og hann les kvæði sitt Lífsþorsti.
5. Arnþór les afmæliskveðjur og leikið lagið Yello submarine með Bítlunum.
6. Bænarorð séra Þorsteins Lúters Jónssonar.
Heildartími: 22,50 MÍN.
28.2.2010 | 18:12
Eyjapistill líklega 30. apríl 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til hjá Ríkisútvarpinu. Vantar aftan á hann.
1. Gísli kynnir þáttinn og segir frá höfðinglegri gjöf til Akureyrarbæjar frá Lati í Finnlandi og skilyrði að það fari í Vestmannaeyjasöfnun. Sagt frá fundi hjá Heimþrá, þar sem sýnd verður litkvikmynd eftir Þórarinn Magnússon. Komið á framfæri þakklæti til fólks á Farþegamiðstöðinni á Hótel HB.
2. Gísli fer til Eyja, um páskana. Fer á gamla billjardsalinn, Norðursal í Hótel HB og byrjar á að rabba við Andra Hrólfsson um deild 6, farþega og póstflutningadeild. Andri segir skemmtilega frá margbreytilegum störfum. Það kemur fram að lyfjaskápur Sjúkrahússins er þarna á deildinni. Andri er hjúkrunarkona hjá héraðslækninum ásamt félögum sínum, sem er þar með aðsetur, hefur leyfi til að gefa sjóveikispillur og plástra. Héraðslæknirinn sér einn um kvensjúklingana.
Þá er rætt við Áka Heins Haraldsson póstmeistara í Eyjum, sem opnaði á pálmasunnudag. Áki spjallar í léttum dúr um fleira. Áki segir frá póststimplun í Eyjum og verðmæti bréfa með stimplinum frá Eyjum.
Heildartími 8,00 mín.
28.2.2010 | 18:04
Eyjapistill 1. maí 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Gísli les tilkynningu til Vestmannaeyinga í Vestmannaeyjum um hátíðarhöld 1. maí á vikurvellinum neðan við Gagnfræðaskólann og fleiri tilkynningar.
2. Gísli ræðir við Helgu Rafnsdóttur fyrrum formann Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum um verkalýðsbaráttuna og gamla daga í Eyjum.
3. Tilkynningar um týnda muni, sem Gísli les og fleira.
4. Afmæliskveðjur og leikið lagið Austrið er rautt í sinfóníuútsetningu fyrir hljómsveit og píanó.
5. Bænarorð séra Þorsteins Lúters Jónssonar.
(Ath:
Á þessum tíma var Eyjapistill sendur út k. 18.00. Daginn áður hafði ég tekið langt viðtal við Helgu Rafnsdóttur, sem var eitt sinn ritari Verkakvennafélagsins snótar. Í spjallinu rifjaði hún upp ýmislegt um verkalýðsbaráttuna úti í Eyjum frá þriðja og fjórða tug 20. aldar. Svo tæpt stóð gerð þessa þáttar að tæknimaður hljóp með hann fram í útsendingu á slaginu kl. 6, en útvarpsþulurinn, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir las stutta tilkynningu til þess að seinka byrjun þáttarins um 10 til 15 sek. Á meðan tæknimaður í útsendingu var að gera klárt).
Heildartími: 18,53 mín.
Bloggfærslur 28. febrúar 2010
Um bloggið
Eyjapistill
Tenglar
Mínir tenglar
- Hljóðbók.is
- Arnþór Helgason bloggar
- Eyjafréttir.is Fréttir vikublað Vestmannaeyja
- Heimaslóð.is Skemmtilegur vefur um menningu Vestmannaeyja
- Átvr Átthagafélag Vestmannaeyinga á reykjavíkursvæðinu
- Hljóðrit Á síðunni er margvíslegt hljóðritað efni frá Arnþóri Helgasyni. Þar á meðal er sitthvað um Vestmannaeyjar undir flokknum Sögur af sjó.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar