Eyjapistill líklega 30. apríl 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til hjá Ríkisútvarpinu. Vantar aftan á hann.

1. Gísli kynnir þáttinn og segir frá höfðinglegri gjöf til Akureyrarbæjar frá Lati í Finnlandi og skilyrði að það fari í Vestmannaeyjasöfnun. Sagt frá fundi hjá Heimþrá, þar sem sýnd verður litkvikmynd eftir Þórarinn Magnússon. Komið á framfæri þakklæti til fólks á Farþegamiðstöðinni á Hótel HB.

2. Gísli fer til Eyja, um páskana. Fer á gamla billjardsalinn, Norðursal í Hótel HB og byrjar á að rabba við Andra Hrólfsson um deild 6, farþega og póstflutningadeild. Andri segir skemmtilega frá margbreytilegum störfum. Það kemur fram að lyfjaskápur Sjúkrahússins er þarna á deildinni. Andri er hjúkrunarkona hjá héraðslækninum ásamt félögum sínum, sem er þar með aðsetur, hefur leyfi til að gefa sjóveikispillur og plástra. Héraðslæknirinn sér einn um kvensjúklingana.
Þá er rætt við Áka Heins Haraldsson póstmeistara í Eyjum, sem opnaði á pálmasunnudag. Áki spjallar í léttum dúr um fleira. Áki segir frá póststimplun í Eyjum og verðmæti bréfa með stimplinum frá Eyjum.

Heildartími 8,00 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband