Eyjapistill 11. febrúar 1974

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Gísli hefur þáttinn með almennu spjalli um Eyjapistil í tilefni þáttarins, en nú er liðlega ár liðið frá upphafi Eyjapistils. Þessi þáttur er nr. 255. Rifjað upp úr fyrsta þættinum um tilgang þáttarins. Segir fleiri fréttir og frá könnun um hversu margir hyggðust snúa til Eyja og hvenær. Spjallar frekar um tilgang þáttarins.

2. Anna Þorsteinsdótir les tilkynningu frá kvenfélaginu Líkn. Les í gegnum síma án þess að vita að þessu yrði útvarpað beint. Arnþór segir frá fleiru.

3. Árni Sigfússon talar frá Eyjum og segir m.a. frá stofnun nýs blaðs og fleiru.

4. Gísli ræðir úti í Eyjum við Hjört Hermannson formann byggingafélagsins Hamars um stofnun félagsins og fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum þess. Hjörtur svarar því hvers vegna þeir hafi valið svæðið vestast á Hamrinum til bygginga.

5. Arnþór segir fleiri Eyjafréttir, einkum af bátum.
Þá eru fréttir af Fesinu og Gúanóinu.

Heildartími 20.15 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband