Eyjapistill 4. febrúar 1974

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Árni Sigfússon segir fréttir frá Vestmannaeyjum. Árni var fréttaritari Eyjapistils í Eyjum frá áramótum 1974. Árni fjallar aðallega um félagsstarf í Eyjum. Þegar þessi þáttur er yfirfarinn 11. mars 2008 er Árni bæjarstjóri Reykjanessbæjar.

2. Gísli fer í heimsókn í íbúðir aldraðra við Síðumúla.
Ræðir fyrst við Bjarneyju Steingrímsdóttur, spyr hvenær hún hafi orðið fyrst vör við gosið. Spjallar um fleira. Átakanlegt þegar hún lýsir viðskilnaðinum við heimili sitt.
Gísli hittir á Brekkulæknum Ágúst Þórðarson á Aðalbóli, en hann var yfir fiskimatsmaður og um skeið formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Ágúst segir frá því hvernig honum hafi reitt af eftir gosið. Ágúst minnist á sumardvöl í Noregi og að Löngumýri í Skagafirði.

3. Gísli spjallar við Harald Guðnason bókavörð um bókasafnið og fleira.

Heildartími 14.42 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband