28.2.2010 | 22:05
Eyjapistill líklega 14. febrúar 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn er ekki til hjá Ríkisútvarpinu.
1. Arnþór kynnir þáttinn og les tilkynningu um týnda hluti og upplýsingar um fleiri, sem týnt hafa dótinu sínu. Gísli les tilkynningar frá Verkalýðsfélaginu og prestunum. Tilkynning einnig frá knattspyrnuráði Vestmannaeyja. Enn fleiri tilkynningar um týnda muni.
2. Arnþór segir frá því að lögreglan í Reykjavík hafi ákveðið að bjóða Vestmannaeyingum upp á ókeypis umferðarfræðslu. Les tilkynningu frá Lúðrasveit Selfoss til Lúðrasveitar Vestmannaeyja og fleiri tilkynningar., m.a. auglýsingu á milli ættmenna um aðsetur. Afmæliskveðja og leikið lagið Bíddu pabbi bíddu mín, sem Vilhjálmur Vilhjálmsson syngur.
3. Gísli segir frá viðskiptum sínum við Pétur Sigurðsson formann Almannavarna ríkisins og spjallað er í gegnum síma við Jón Hjaltason lögfræðing formann Húseigendafélags Vestmannaeyja, sem er ósáttur við hvernig staðið er að málum í gosinu. Jón var forstöðumaður flutningadeildarinnar með búslóð. Hann fullyrðir að það sé óöld í Eyjum og mikill innbrotafaraldur gangi yfir.
4. Gísli les bréf frá Magnúsi Magnússyni á Borgarhól um nafn á helvítið.
Vantar aftan á þáttinn, sennilega bænarorðin.
Heildartími 13.26 mín.
Um bloggið
Eyjapistill
Tenglar
Mínir tenglar
- Hljóðbók.is
- Arnþór Helgason bloggar
- Eyjafréttir.is Fréttir vikublað Vestmannaeyja
- Heimaslóð.is Skemmtilegur vefur um menningu Vestmannaeyja
- Átvr Átthagafélag Vestmannaeyinga á reykjavíkursvæðinu
- Hljóðrit Á síðunni er margvíslegt hljóðritað efni frá Arnþóri Helgasyni. Þar á meðal er sitthvað um Vestmannaeyjar undir flokknum Sögur af sjó.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar