Eyjapistill 13. febrúar 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinnn er ekki til hjá Ríkisútvarpinu.

1. Arnþór kynnir eftir þáttarlagið. Gísli les auglýsingu frá Rannsóknarlögreglunni, en til hennar hafði komið fólk, sem pakkað hafði niður dóti sínu, en það horfið. Dæmigerð auglýsing frá þeim, sem týndu dótinu sínu.

2. Arnþór segir frá því að Áki Haraldsson hafi hringt af Bessastíg 12, en þeir kalla það Gosastaðir. Áki segir frá björgunarstörfum í Eyjum, en hann er í björgunarsveitinni Gosa. Hann segir frá líðan þeirra.

3. Séra Karl Sigurbjörnsson spjallar við Arnþór og kynnir sig. Tilefni er beiðni manna um messu í Landakirkju. Karl lýsir ferð sinni til Eyja. Karl segir frá safnaðar- og félagsstarfi í Eyjum. Leikið Því ekki með Lúdó og Stefáni.

4. Gísli les þakklætiskveðjur frá sjómönnum í Eyjum. Um húsnæðismál. Lesin tilkynning um viðverutíma séra Þorsteins Lúters Jónssonar og lesin ein afmæliskveðja. Leikið lag í lokin.

5. Vísur til Magnúsar bæjarstjóra frá Tryggva Haraldssyni á Akureyri. Arnþór les tilkynningar í lokin frá kirkjunni.

6. Bænarorð séra Karls Sigurbjörnssonar.

Heildartími 18.08 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband