28.2.2010 | 21:41
Eyjapistill 25. mars 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til í fórum Ríkisútvarpsins. Þátturinn fannst í segulbandasafni A. H. Og G. H. Í janúar 2008
Fremst heyrist Ragnheiður Ásta Pétursdóttir kynna þáttinn.
1. Arnþór kynnir þáttinn. Les tilkynningar.
2. Arnþór les bréf frá Þórarni Gíslasyni meðhjálpara. Leikið lagið Morgun á Heimaey Yndislega eyjan mín eftir Brynjúlf Sigfússon. Ljóðið eftir Sigurbjörn Sveinsson. Fyrsta erindið. Guðmundur Jónsson syngur. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó.
3. Séra Þorsteinn Lúter Jónsson les kvæði til Vestmannaeyinga eftir Lilju Borgfjörð.
4. Arnþór les afmæliskveðjur. Leikið lagið Ljúft þítt lag með hljómsveitinni Facon frá Bíldudal.
Í lokin segir Arnþór frá því að G. H. og Þorbjörn Sigurðsson tæknimaður séu á borgarafundi Vestmannaeyinga í Selfossbíói. Því miður hafa þættir um borgarafundinn glatast. En fundurinn er allur til.
5. Bænarorð séra Þorsteins Lúters Jónssonar sóknarprests í Vestmannaeyjum.
6. Sungin þrjú vers úr sálminum Á hendur fel þú honum, eins og hann var fluttur í messu í Landakirkju 22. mars að kvöldi þess dags. Þá í lok messunnar hljóp mikið hraunflóð á bæinn. Guðmundur Guðjónsson leikur á orgelið. Líklega hefur Hrafn Baldursson tæknimaður hljóðritað messuna.
HEILDARTÍMI: 22,47 mín.
Um bloggið
Eyjapistill
Tenglar
Mínir tenglar
- Hljóðbók.is
- Arnþór Helgason bloggar
- Eyjafréttir.is Fréttir vikublað Vestmannaeyja
- Heimaslóð.is Skemmtilegur vefur um menningu Vestmannaeyja
- Átvr Átthagafélag Vestmannaeyinga á reykjavíkursvæðinu
- Hljóðrit Á síðunni er margvíslegt hljóðritað efni frá Arnþóri Helgasyni. Þar á meðal er sitthvað um Vestmannaeyjar undir flokknum Sögur af sjó.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1196
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar