Eyjapistill 25. mars 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til í fórum Ríkisútvarpsins. Þátturinn fannst í segulbandasafni A. H. Og G. H. Í janúar 2008
Fremst heyrist Ragnheiður Ásta Pétursdóttir kynna þáttinn.

1. Arnþór kynnir þáttinn. Les tilkynningar.

2. Arnþór les bréf frá Þórarni Gíslasyni meðhjálpara. Leikið lagið Morgun á Heimaey “Yndislega eyjan mín” eftir Brynjúlf Sigfússon. Ljóðið eftir Sigurbjörn Sveinsson. Fyrsta erindið. Guðmundur Jónsson syngur. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó.

3. Séra Þorsteinn Lúter Jónsson les kvæði til Vestmannaeyinga eftir Lilju Borgfjörð.

4. Arnþór les afmæliskveðjur. Leikið lagið Ljúft þítt lag með hljómsveitinni Facon frá Bíldudal.
Í lokin segir Arnþór frá því að G. H. og Þorbjörn Sigurðsson tæknimaður séu á borgarafundi Vestmannaeyinga í Selfossbíói. Því miður hafa þættir um borgarafundinn glatast. En fundurinn er allur til.

5. Bænarorð séra Þorsteins Lúters Jónssonar sóknarprests í Vestmannaeyjum.

6. Sungin þrjú vers úr sálminum Á hendur fel þú honum, eins og hann var fluttur í messu í Landakirkju 22. mars að kvöldi þess dags. Þá í lok messunnar hljóp mikið hraunflóð á bæinn. Guðmundur Guðjónsson leikur á orgelið. Líklega hefur Hrafn Baldursson tæknimaður hljóðritað messuna.

HEILDARTÍMI: 22,47 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband