Eyjapistill 23. janúar 1974

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn gerður í tilefni ársafmælis gossins.
Í upphafi þáttarins segir að fyrsti Eyjapistillinn hafi verið fluttur 7. febrúar 1973. Hið rétta er að fyrsti þátturinn var fluttur 6. febrúar í umsjón Stefáns Jónssonar fréttamanns sem þá var dagskrárfulltrúi hjá Ríkisútvarpinu. Daginn eftir þann 7. febrúar tóku Arnþór og Gísli við umsjón þáttarins. Gunnar Sigurmundsson prentari (gunnar prent) var fyrst í stað með í gerð þáttanna sem fulltrúi og tengiliður við bæjarstjórn Vestmannaeyja.

1. Gísli hefur þáttinn og kynnir símtal, þegar Páll Helgason bróðir hans hringdi í hann aðfararnótt 23. janúar 1973. Símtalið flutt og Páll lýsir gosinu eins og hann sá það út um gluggann hjá sér og svo önnur lýsing eftir að hann hafði farið að gosstöðvunum. Samtölin hljóðrituð um kl. 2 aðfararnótt 23. janúar og um kl. 3 sömu nótt.

2. Arnþór og Gísli fara í heimsókn til Péturs Guðjónssonar á Kirkjubæ og Lilju Sigfússdóttur konu hans, þar sem þau búa í Garðinum. Þeir ræða við þau og Pétur segir skemmtilega frá því hvernig og hvenær hann varð var við gosið, og hvernig þeim reiddi svo af. Góð lýsing á leiðinni til lands. Pétur og Lilja segja frá dvöl í Elliðaey og Pétur minnist aðeins á braginn Elliðaeyjarbrag. Lilja og Pétur fjalla um ástæður þess að þau flytja ekki aftur heim til Eyja. Á eftir samtalinu er Elliðaeyjarbragurinn leikinn með Árna Johnsen.

3. Arnþór ræðir við Hjálmar Guðnason frá Vegamótum, en Hjálmar sá ásamt Ólafi Grens þegar gosið hófst. Í spjallinu er einnig vikið að Lúðrasveit Vestmannaeyja.

4. Gísli talar frá Eyjum og ræðir við Pétur Ingjaldsson ýtustjóra, sem vinnur við vegalagningu uppi á nýja hrauninu. Samtalið hljóðritað uppi á hrauni 22. janúar 1974. Pétur segir frá því þegar þeir unnu uppi á hrauninu í gosinu.

5. Páll Helgason lýsir útsýninu frá nýja hrauninu yfir höfnina og breyttum aðstæðum þar, en mjög hvasst var, þegar þessi lýsing var gerð, suðaustan beljandi með rigningu.

6. Arnþór les smá tilkynningu og þakkir til allra landsmanna.

Heildartími 37.17 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband