Höfundur flytur. Kvæðið líklega hljóðritað í febrúar 1973 fyrir Eyjapistil. Óvíst hvenær það var flutt eða hvort. Heildartími: 1,11 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
27.2.2010 | 11:53
Hafsteinn Stefánsson - kunnur vísnasmiður
Hafsteinn Stefánsson: ófrágengið viðtal.
Stefán Jónsson spjallar við Hafstein Stefánsson um kveðskap í Eyjum og Hafsteinn fer með nokkrar vísur eftir sig, sem hann orti nýlega fyrir gos og nokkrar eldri.
Þá segir hann frá nokkrum hagyrðingum í Eyjum og fer með nokkrar vísur Eftir Brynjólf Einarsson bátasmið.
Samtalið var líklega hljóðritað 9. febrúar 1973. Það var aldrei flutt í heild sinni, en nokkrar vísur notaðar í Eyjapistli sama dag. Þær vísur hafa verið klipptar út úr þessum viðtalsbút.
Heildartími 09.41 mín.
Stefán Jónsson spjallar við Hafstein Stefánsson um kveðskap í Eyjum og Hafsteinn fer með nokkrar vísur eftir sig, sem hann orti nýlega fyrir gos og nokkrar eldri.
Þá segir hann frá nokkrum hagyrðingum í Eyjum og fer með nokkrar vísur Eftir Brynjólf Einarsson bátasmið.
Samtalið var líklega hljóðritað 9. febrúar 1973. Það var aldrei flutt í heild sinni, en nokkrar vísur notaðar í Eyjapistli sama dag. Þær vísur hafa verið klipptar út úr þessum viðtalsbút.
Heildartími 09.41 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
27.2.2010 | 11:35
Vestmannaeyjadrápa eftir Björn Haraldsson frá Austurgörðum í Kelduhverfi
1. Arnþór kynnir kvæðið.
2. Björn Haraldsson frá Austurgörðum í Kelduhverfi Þingeyjarsýslu les kvæði sitt Vestmannaeyjadrápa. Kvæðið var líklega flutt í Eyjapistli í miðjum febrúar 1973, þátturinn er hvergi til í fórum Ríkisútvarpsins eða annars staðar.
Heildartími 07.01 mín.
2. Björn Haraldsson frá Austurgörðum í Kelduhverfi Þingeyjarsýslu les kvæði sitt Vestmannaeyjadrápa. Kvæðið var líklega flutt í Eyjapistli í miðjum febrúar 1973, þátturinn er hvergi til í fórum Ríkisútvarpsins eða annars staðar.
Heildartími 07.01 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
27.2.2010 | 11:16
Borgarafundur á Selfossi 25. mars 1973
Borgarafundur Vestmannaeyinga haldinn á Selfossi 25. mars 1973 Í gosinu stofnuðu Vestmannaeyingar víða átthagafélög. Félag Vestmannaeyinga var mjög öflugt á Suðurnesjum og þar var formaður lengst af Eyþór Þórðarson frá Sléttabóli. Félagið Heimþrá, átthagafélag Vestmannaeyinga sunnan heiða var öflugt félag. Þar var formaður Kristján Georgsson í Klöpp. Félagið Heimþrá gekkst fyrir borgarafundi Vestmannaeyinga sunnudaginn 25. mars 1973 og þangað var forsvarsmönnum Vestmanneying og þingmönnum Suðurlands boðið. Fundarstjóri var Kristján Georgsson formaður Heimþrár. Þá hafði skömmu áður hlaupið mikið hraunflóð á bæinn og kaffært mörg hús. Örvæntingin var mikil og menn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Margar spurningar brunnu á fólki og forráðamönnum var boðið til fundarins. Þessum borgarafundi var aldrei útvarpað í heild heldur sagt frá honum í Eyjapistli og flutt brot úr ræðum fundarmanna. Gísli Helgason og Þorbjörn Sigurðsson tæknimaður Ríkisútvarpsins fóru á fundinn og hljóðrituðu hann allan. Hér birtist hljóðskrá af fundinum eins og hann hefur varðveist. Tími: 3 klst. og 6 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Bloggfærslur 27. febrúar 2010
Um bloggið
Eyjapistill
Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður.
Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá.
Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð.
Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.
Tenglar
Mínir tenglar
- Hljóðbók.is
- Arnþór Helgason bloggar
- Eyjafréttir.is Fréttir vikublað Vestmannaeyja
- Heimaslóð.is Skemmtilegur vefur um menningu Vestmannaeyja
- Átvr Átthagafélag Vestmannaeyinga á reykjavíkursvæðinu
- Hljóðrit Á síðunni er margvíslegt hljóðritað efni frá Arnþóri Helgasyni. Þar á meðal er sitthvað um Vestmannaeyjar undir flokknum Sögur af sjó.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar