28.2.2010 | 21:56
Eyjapistill 18. mars
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til í fórum Ríkisútvarpsins.
1. Arnþór kynnir þáttinn og segir frá boði Sjálfsbjargar í Vestmannaeyjum og Árnessýslu í félagsheimili kvenfélagsins Bergþóru í Ölfusi. Gísli skrapp á fundinn og spjallar við Hildi Jónsdóttur formann Sjálfsbjargar í Vestmannaeyjum um stofnun félagsins og fleira. Gísli og Hildur spjalla einnig um skólabörn, sem eru í Hveragerði, en Hildur er kennari. Allir krakkar segjast ætla að moka heima í sumar. Fram kemur að skólinn fær inni í Sundlaugarbyggingunni.
2. Vestmannaeyjaóður eftir Þórhildi Sveinsdóttur skáldkonu. Höfundur les. Arnþór kynnir hana.
3. Arnþór og Gísli leika kínverskt lag, að hluta og það heitir Syngjum fyrir föðurlandið okkar.
4. Gísli spjallar við Odd Sigurðsson á gosvaktinni í Eyjum, en þar segir hann frá því hvernig hraunjaðarinn, sem var hár vikurbyngur hefur sigið saman og hlaupið fram. Talsvert rennsli í átt að Ystakletti, Elliðaey og í suðaustur. Mikið gasuppstreymi í gosinu í nótt. Segir frá gígmyndunum, ómetanleg lýsing frá gosinu. Viss hluti bæjarins lýst hættusvæði vegna gasuppstreymis. Hann segir hvaða staður er kallaður Dauðadalur. Myndast klórvetni vegna sjódælingarinnar á hraunið.
5. Arnþór les afmæliskveðjur og hljómsveit Ingimars Eydal leikur lagið Ég er sjóari.
6. Bænarorð séra Þorsteins Lúters Jónssonar, lesin beint.
Heildartími 19.11 mín.
Um bloggið
Eyjapistill
Tenglar
Mínir tenglar
- Hljóðbók.is
- Arnþór Helgason bloggar
- Eyjafréttir.is Fréttir vikublað Vestmannaeyja
- Heimaslóð.is Skemmtilegur vefur um menningu Vestmannaeyja
- Átvr Átthagafélag Vestmannaeyinga á reykjavíkursvæðinu
- Hljóðrit Á síðunni er margvíslegt hljóðritað efni frá Arnþóri Helgasyni. Þar á meðal er sitthvað um Vestmannaeyjar undir flokknum Sögur af sjó.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar