27.2.2010 | 19:06
Eyjapistill 1. september 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til í fórum Ríkisútvarpsins.
Í upphafi les Sigrún Þorsteinsdóttir á Blátindi opið bréf frá fjölda Vestmannaeyinga til Eyjapistils, vegna samtals, er Arnþór átti við Hafstein Stefánsson í Eyjapistli miðvikudaginn 29. ágúst. Bréfið er ritað 30. ágúst. . Í bréfinu hvetja Vestmannaeyingar til bjartsýni og aukinna framkvæmda.
Lestur Sigrúnar var hljóðritaður í gegnum síma, en ekki útvarpað.
1. Arnþór byrjar á tilkynningum. M. a. um skólahald í Eyjum.
2. Arnþór les bréfið frá Vestmannaeyingunum, sem Sigrún las. Bréfið ritað 30. ágúst 1973
3. Guðmundur Jónsson syngur lagið Morgun á Heimaey, lag Brynjúlfs Sigfússonar við ljóð Sigurbjörns Sveinssonar. Ólafur Vignir Albertsson leikur með.
4. Gísli les beint frá Eyjum, staddur á Básaskersbryggju og segir frá því þegar einni rafstöðinni í Eyjum er skipað í land.
5. Gísli ræðir í Eyjum við Guðgeir Ágústsson bílaskoðunarmann um tjónamat á bílum og tækjum. Samtalið sent í gegnum síma.
6. Arnþór les kveðjur. Leikið þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1973, Við höldum þjóðhátíð. Flytjandi: Hljómsveit og kór Eyjapistils.
HEILDARTÍMI MEÐ LESTRI BRÉFSINS 27,42 mín.
Heildartími ÞÁTTARINS 19,02 mín.
Um bloggið
Eyjapistill
Tenglar
Mínir tenglar
- Hljóðbók.is
- Arnþór Helgason bloggar
- Eyjafréttir.is Fréttir vikublað Vestmannaeyja
- Heimaslóð.is Skemmtilegur vefur um menningu Vestmannaeyja
- Átvr Átthagafélag Vestmannaeyinga á reykjavíkursvæðinu
- Hljóðrit Á síðunni er margvíslegt hljóðritað efni frá Arnþóri Helgasyni. Þar á meðal er sitthvað um Vestmannaeyjar undir flokknum Sögur af sjó.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar