Eyjapistill 1. september 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til í fórum Ríkisútvarpsins.
Í upphafi les Sigrún Þorsteinsdóttir á Blátindi opið bréf frá fjölda Vestmannaeyinga til Eyjapistils, vegna samtals, er Arnþór átti við Hafstein Stefánsson í Eyjapistli miðvikudaginn 29. ágúst. Bréfið er ritað 30. ágúst. . Í bréfinu hvetja Vestmannaeyingar til bjartsýni og aukinna framkvæmda.
Lestur Sigrúnar var hljóðritaður í gegnum síma, en ekki útvarpað.

1. Arnþór byrjar á tilkynningum. M. a. um skólahald í Eyjum.

2. Arnþór les bréfið frá Vestmannaeyingunum, sem Sigrún las. Bréfið ritað 30. ágúst 1973

3. Guðmundur Jónsson syngur lagið Morgun á Heimaey, lag Brynjúlfs Sigfússonar við ljóð Sigurbjörns Sveinssonar. Ólafur Vignir Albertsson leikur með.

4. Gísli les beint frá Eyjum, staddur á Básaskersbryggju og segir frá því þegar einni rafstöðinni í Eyjum er skipað í land.

5. Gísli ræðir í Eyjum við Guðgeir Ágústsson bílaskoðunarmann um tjónamat á bílum og tækjum. Samtalið sent í gegnum síma.

6. Arnþór les kveðjur. Leikið þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1973, Við höldum þjóðhátíð. Flytjandi: Hljómsveit og kór Eyjapistils.

HEILDARTÍMI MEÐ LESTRI BRÉFSINS 27,42 mín.
Heildartími ÞÁTTARINS 19,02 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband