27.2.2010 | 16:51
Eyjapistill 29. október 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Gísli kynnir þáttinn og ræðir við Magnús Magnússon bæjarstjóra í síma, en hann var nýkominn frá útborgum Oslóar í Noregi ásamt fleirum að kynna sér hvernig staðið væri að því að byggja upp íbúðarhverfi á sem skemmstum tíma. Norsk Islandsk samband bauð bæjarstjórninni til þessarar farar. Fulltrúar frá fleiri stofnunum, svo sem Viðlagasjóði, Húsnæðisstofnun o. fl. voru með í för. Magnús segir einnig frá verðhugmyndum um verðtryggingu bóta frá Viðlagasjóði.
2. Gísli segir frá fyrirhuguðum viðgerðum á vatnsleiðslunni til Eyja.
3. Arnþór segir frá messu í kirkju Óháða safnaðarins. Hvetur fleiri til þess að koma til liðs við kirkjukórinn. Les svo tilkynningar.
4. Arnþór les bréf frá Halldóri Magnússyni, en þar er fjallað um viðgerðir á húsum, en Viðlagasjóður er hættur afskiptum þar af. Halldór lýsir bænum. Þetta bréf er ágætis fréttabréf frá Eyjum.
5. Gísli segir frá hugmyndum að hitaveitu fyrir sjúkrahúsið í Eyjum. Arnþór segir frá uppsetningu handvirkrar símstöðvar í Eyjum fyrir 300 notendur. Jafnframt er sjálfvirk stöð þar.
Heildartími 19.49 mín.
Um bloggið
Eyjapistill
Tenglar
Mínir tenglar
- Hljóðbók.is
- Arnþór Helgason bloggar
- Eyjafréttir.is Fréttir vikublað Vestmannaeyja
- Heimaslóð.is Skemmtilegur vefur um menningu Vestmannaeyja
- Átvr Átthagafélag Vestmannaeyinga á reykjavíkursvæðinu
- Hljóðrit Á síðunni er margvíslegt hljóðritað efni frá Arnþóri Helgasyni. Þar á meðal er sitthvað um Vestmannaeyjar undir flokknum Sögur af sjó.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar