Eyjapistill 29. október 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Gísli kynnir þáttinn og ræðir við Magnús Magnússon bæjarstjóra í síma, en hann var nýkominn frá útborgum Oslóar í Noregi ásamt fleirum að kynna sér hvernig staðið væri að því að byggja upp íbúðarhverfi á sem skemmstum tíma. Norsk Islandsk samband bauð bæjarstjórninni til þessarar farar. Fulltrúar frá fleiri stofnunum, svo sem Viðlagasjóði, Húsnæðisstofnun o. fl. voru með í för. Magnús segir einnig frá verðhugmyndum um verðtryggingu bóta frá Viðlagasjóði.

2. Gísli segir frá fyrirhuguðum viðgerðum á vatnsleiðslunni til Eyja.

3. Arnþór segir frá messu í kirkju Óháða safnaðarins. Hvetur fleiri til þess að koma til liðs við kirkjukórinn. Les svo tilkynningar.

4. Arnþór les bréf frá Halldóri Magnússyni, en þar er fjallað um viðgerðir á húsum, en Viðlagasjóður er hættur afskiptum þar af. Halldór lýsir bænum. Þetta bréf er ágætis fréttabréf frá Eyjum.

5. Gísli segir frá hugmyndum að hitaveitu fyrir sjúkrahúsið í Eyjum. Arnþór segir frá uppsetningu handvirkrar símstöðvar í Eyjum fyrir 300 notendur. Jafnframt er sjálfvirk stöð þar.

Heildartími 19.49 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband