Eyjapistill 18. janúar 1974

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Gísli ræðir við Einar Hauk Eiríksson skattstjóra um skattamál og skattgreiðslur. Fram kemur að vandamál er að vita hvar sumir dvelja. Rætt um heimflutning skattstofunnar. Fram kemur að um 40% Eyjamanna séu fluttir heim.

2. Arnþór segir frá því að eiginlegir Vestmannaeyingar séu 2230 talsins. Hann les svo tilkynningu.

3. Séra Þorsteinn Lúther Jónsson mælir nokkur orð í tilefni þess að senn er liðið ár frá gosi.

4. Stefán Runólfsson hringir í Arnþór beint í þáttinn. Dæmigert um það, sem gerðist oft í Eyjapistlum að fólk hringdi og samtölum var útvarpað. Stefán ræðir um atvinnulífið í Eyjum og segir frá því hvernig Fiskiðjan kom undan hrauninu.

5. Arnþór segir fréttir frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja, en þar kemur fram um fjölda báta, sem leggja upp í Eyjum. Fleiri fréttir.

6. Auglýsing frá Þórði Magnússyni á Skansinum um týnda muni.

7. Arnþór les lista yfir þá, sem fengið hafa Viðlagasjóðshús í Breiðholtinu og les svo auglýsingu um týnda muni.

Heildartími 29.15 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband