28.2.2010 | 11:11
Eyjapistill 16. ágúst 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Gísli les tilkynningar og gripið inn í með efni frá þjóðhátíð á Breiðabakka.
2. Farið á þjóðhátíð á Breiðabakka.
Brugðið upp mynd af dansleik, þar sem hljómsveit þjóðhátíðar, Ólafur Bachmann, Henry í Logum, Sigurður Rúnar Jónsson og fleiri léku. Heyrist í góðglöðum Eyjamönnum.
Svipast frekar um á bakkanum og rætt við hina og þessa þjóðhátíðargesti í misjöfnu skapi.
Gísli hittir Hörð Pálsson, sem er 7 ára gamall.
Farið í sjúkratjaldið og rabbað við fyrirliða Hjálparsveitar skáta, Sigurð
Þóri Jónsson um slys og meiðsli á þjóðhátíðinni,
en mörgum var skeinuhætt í vikrinum.
Stemmning úr þjóðhátíðartjaldi kl. 4 um nótt, þegar sólin var um það bil að koma upp.
3. Sagt frá fyrirhuguðum fótboltaleik á milli Vestmannaeyinga og Keflvíkinga með tilheyrandi effektum og afmæliskveðjur. Leikinn Óðurinn til gleðinnar eftir Beethoven, sem Walter Carlos leikur á hljóðgervil.
Heildartími 20.14 mín.
28.2.2010 | 11:03
Eyjapistill 19. ágúst 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Arnþór byrjar á tilkynningum um týndan svefnpoka o. fl.
2. Gísli ræðir við Sighvat Bjarnason framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í síma um uppbygginguna í Vinnslustöðinni og um hafnarskilyrði í Eyjum eftir gos, ótta við mengun o. fl. Sighvatur lýsir því hvernig bærinn kemur undan öskunni og hvetur til þess að menn flytji út til Eyja. Mjög jákvætt samtal.
3. Arnþór les kveðjur, ræðir við Árna Johnsen um nýja hljómplötu Eyjaliðsins, sem Árni, Arnþór og Gísli voru hvatamenn að. Árni segir frá því hvar hann samdi lagið Eyjan mín og hljómplötuupptakan frumflutt. Þá segir Árni frá heimildabók um gosið, sem hann er að rita.
4. Bænarorð séra Þorsteins Lúthers Jónssonar.
Heildartími 20.30 mín.
Bloggfærslur 28. febrúar 2010
Um bloggið
Eyjapistill
Tenglar
Mínir tenglar
- Hljóðbók.is
- Arnþór Helgason bloggar
- Eyjafréttir.is Fréttir vikublað Vestmannaeyja
- Heimaslóð.is Skemmtilegur vefur um menningu Vestmannaeyja
- Átvr Átthagafélag Vestmannaeyinga á reykjavíkursvæðinu
- Hljóðrit Á síðunni er margvíslegt hljóðritað efni frá Arnþóri Helgasyni. Þar á meðal er sitthvað um Vestmannaeyjar undir flokknum Sögur af sjó.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar