27.2.2010 | 21:40
Eyjapistill 22. ágúst 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til hjá Ríkisútvarpinu.
1. Arnþór segir frá þeim merkisatburði að á morgun verði opnuð verslun í Eyjum. Hann les fleiri tilkynningar.
2. Þorleifur Hauksson lektor les kveðju frá Noregi til Friðriks Péturssonar í Eyjum.
3. Arnþór les beiðni um að Eyjamenn tilkynni um breytt heimilisfang.
4. Arnþór segir fréttir af stjórnarfundi Viðlagasjóðs úti í Vestmannaeyjum. Hallgrímur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vl. segir frá samþykktum fundarins. Þar á meðal að vaktavinna sé hætt, en vinnuvika verði nokkuð löng. Einnig samþykktur flutningur nokkurra fyrirtækja til Eyja.
5. Gísli fer í viðtalsreisu um Reykjavík.
Ræðir við Jónas Guðmundsson í Húsnæðismiðluninni um húsnæðismál.
6. Gísli segir smá fréttir frá Eyjum og les fundarboð, spjallar í léttum tóni um skatta og vísutölu. Leikið lagið Vísitölufjölskyldan með hljómsveitinni Fakon frá Bíldudal.
7. Gísli les kveðjur í beinni útsendingu. Lagið með Fakon endaði snubbótt því að Gunnar Stefánsson þulur slökkti á plötuspilaranum. Í lokin er leikinn Brennukóngsvalsinn eftir Arnþór Helgason. Gunnar Guðmundsson leikur á harmonikku, Arnþór á orgel og bassa og Gísli á trommur.
Heildartími 18.41 mín.
27.2.2010 | 21:11
Eyjapistill 23. ágúst 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Arnþór les fréttir og tilkynningar, m.a. um skemmtun leikara í Bæjarleikhúsinu í Eyjum o. fl. tilkynningar, m.a. um húsaúthlutun.
2. Lesin afmæliskveðja.
3. Gísli heimsækir Alfreð Washington Þórðarson tónskáld frá Vestmannaeyjum. Alfreð vann einnig við húsamálun og málaði húsið Wosbúð, sem heitir eftir honum, enda var sumarið sem málað var, vætusamt hjá Wosa og almættinu. Samtalið var tekið í Hafnarfirði og Alfreð leikur nokkur lög sín og spjallar um tilurð þeirra og lífshlaup sitt. Þess má geta að Sverrir Kjartansson ræddi við Alfreð á Stokkseyri einum eða tveimur árum eftir gos og gerði ágætis þátt um hann. Þá gerði Árni Johnsen ágætis heimildarþátt um Wosa, sem fluttur var í Ríkisútvarpinu 1992.
Lögin, sem Alfreð Washington leikur eru.
Vals, saminn rétt fyrir gos.
Fjólan. Til er texti við það lag eftir Loft Guðmundsson.
Heimaslóð, lag Alfreðs við ljóð Ása í bæ. Lagið kom út á Eyjaliðsplötunni, Ási syngur. Alfreð, Arnþór og Gísli leika með. Alfreð segir svo frá tilurð lagsins og ljóðsins. Sennilega er það rétt heimild, Ási var ekki mjög minnugur á slíka hluti.
Heildartími 19.41 mín.
27.2.2010 | 19:52
Eyjapistill 29. ágúst 1973
27.2.2010 | 19:06
Eyjapistill 1. september 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til í fórum Ríkisútvarpsins.
Í upphafi les Sigrún Þorsteinsdóttir á Blátindi opið bréf frá fjölda Vestmannaeyinga til Eyjapistils, vegna samtals, er Arnþór átti við Hafstein Stefánsson í Eyjapistli miðvikudaginn 29. ágúst. Bréfið er ritað 30. ágúst. . Í bréfinu hvetja Vestmannaeyingar til bjartsýni og aukinna framkvæmda.
Lestur Sigrúnar var hljóðritaður í gegnum síma, en ekki útvarpað.
1. Arnþór byrjar á tilkynningum. M. a. um skólahald í Eyjum.
2. Arnþór les bréfið frá Vestmannaeyingunum, sem Sigrún las. Bréfið ritað 30. ágúst 1973
3. Guðmundur Jónsson syngur lagið Morgun á Heimaey, lag Brynjúlfs Sigfússonar við ljóð Sigurbjörns Sveinssonar. Ólafur Vignir Albertsson leikur með.
4. Gísli les beint frá Eyjum, staddur á Básaskersbryggju og segir frá því þegar einni rafstöðinni í Eyjum er skipað í land.
5. Gísli ræðir í Eyjum við Guðgeir Ágústsson bílaskoðunarmann um tjónamat á bílum og tækjum. Samtalið sent í gegnum síma.
6. Arnþór les kveðjur. Leikið þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1973, Við höldum þjóðhátíð. Flytjandi: Hljómsveit og kór Eyjapistils.
HEILDARTÍMI MEÐ LESTRI BRÉFSINS 27,42 mín.
Heildartími ÞÁTTARINS 19,02 mín.
27.2.2010 | 19:00
Eyjapistill 2. september 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til hjá Ríkisútvarpinu.
1. Arnþór hefur þáttinn með tilkynningum og leitar m.a. eftir bréfritara nafnlauss bréfs, les tilkynningu frá Barnaverndarnefnd og Barna- og gagnfræðaskóla Vestmannaeyja vegna innritunar nemenda.
2. Arnþór spjallar við Séra Þorstein og hann les nýort kvæði, sem heitir Til vonarinnar.
3. Gísli talar í gegnum síma, spjallar um veðrið og lýsir hreinsun við Fiskiðjuna og Ísfélagið. Segir frá kafgrænu grasi vestur í bæ. Allt í lukkunnar velstandi í Eyjum.
4. Arnþór les bréf frá Eiríki Guðnasyni frá 25. ágúst. Eyríkur reynir að hressa við Eyjapistil, sem honum fannst frekar þreytulegur. Stökur fylgja með í lokin.
5. Arnþór les kveðjur. Leikið norska lagið Fanetullen.
6. Bænarorð séra Þorsteins Lúthers Jónssonar.
Heildartími 15.59 mín.
27.2.2010 | 18:54
Eyjapistill 6. september 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til hjá Ríkisútvarpinu.
1. Leikið lagið Håvard Heide, norskt þjóðlag. Gísli afkynnir lagið, sem Eyjapistli var sent, segir frá textanum og færir fram þakkir fyrir plötuna. Gísli les kveðjur, sem fylgja þessu lagi.
2. Gísli les tilkynningu til fjáreigenda í Vestmannaeyjum. Undir heyrist í kindum, sem jarma.
3. Gísli vitnar í spjall við Súlla frá því í gær, sem nú er týnt. Gísli segir frá tilraunum með hitaveitu. Segir frá framrás hraunhitans og hvernig menn vilja stemma stigum við honum.
4. Gísli ræðir í Vestmannaeyjum við Örn Bjarnason héraðslækni um hitt og þetta og málefni Sjúkrahússins. Örn segir frá gasmælingum. Örn fjallar um skipun nefndar sem var ætlað að gera tillögur að endurbótum vegna Vestmannaeyjagossins á höfnum við suðurströndina. Fjallað um endurskipulagningu á skolpkerfinu í Eyjum.
5. Gísli segir frá bréfinu, sem um 70 Vestmanaeyingar skrifuðu 30. ágúst sl. og birtist í dagblaðinu. Segir frá því að Eyjamaður, Sigurður frá Höfðahúsi verji Hafstein Stefánsson. Les tilkynningar.
Heildartími 20.27 mín.
27.2.2010 | 18:48
Eyjapistill 10. september - hluti þáttarins
Eyjapistill sennilega 10. september 1973, afgangur þáttarins.
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Þátturinn hefst í miðju atriði þar sem Arnþór les frásögn af komu manna líklega frá Norska Rauða krossinum og Norsk Islandsk samband hingað til lands og bæjarstjórnarveislu, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt þeim og fleiri gestum á Hótel Holti í Reykjavík.
2. Gísli segir frá verkfalli í Eyjum og rekur gang mála. Þetta er hljóðritað í beinni útsendingu. Inn í lestur Gísla kemur jarðskjálfti, en það heyrist á bandinu þegar Skúlagata 4 nötrar. Þá var einnig verið að sprengja fyrir grunni Seðlabankans og útvarpshúsið nötraði einnig af þeim orsökum. Þess vegna gerir Gísli athugasemd um jarðskjálftann.
Heildartími 17,04 mín.
27.2.2010 | 18:43
Eyjapistill 14. september 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til hjá Ríkisútvarpinu.
1. Arnþór les nokkrar tilkynningar.
2. Arnþór ræðir við Birgi Jóhannsson formann Íþróttafélagsins Þórs í tilefni 60 ára afmælis félagsins. Birgir spjallar um það, sem er framundan, þjálfaramál og íþróttavöll úti í Eyjum. Birgir segist vera að flytja til Eyja og hann segir frá væntanlegri þjóðhátíð 1974, Birgir heldur jafnvel að hún verði haldin í Herjólfsdal.
3. Arnþór segir frá opnun Sparisjóðsins í fyramálið. Arnþór les tilkynningu.
4. Arnþór les kveðjur.
5. Gísli segir frá komu fólks frá Noregi, sem starfað hefur mikið að dvöl barna í Eyjum. Arnþór heldur áfram með kveðjur. Leikið erlent lag í lokin.
Heildartími 13.18 mín.
27.2.2010 | 17:49
Eyjapistill 20. september 1973
Eyjapistill 20. september 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Arnþór segir frá skólasetningu Barnaskóla Vestmannaeyja og Reynir Guðsteinsson skólastjóri les skólasetningarræðu sína í gegnum síma.
2. Arnþór les tilmæli um að laga Þorlákshafnarveginn og fleira.
3. Lesnar kveðjur. Leikinn tyrkneskur mars eftir Mozart í poppútsetningu.
Heildartími 17,59 mín.
27.2.2010 | 17:43
Eyjapistill 28. september 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Arnþór les tilkynningar og fréttir.
2. Gísli ræðir við Ingólf Arnarson, sem veitir forstöðu skrifstofu Útvegsbændafélags Vestmannaeyja í Reykjavík, m.a. um aflabrögð og verðmæti hans. Spjallað um útgerð í Eyjum á komandi vetrarvertíð.
3. Arnþór les afmæliskveðjur. Leikið í lokin rússneskt þjóðlag.
Heildartími 16.53 mín.
Bloggfærslur 27. febrúar 2010
Um bloggið
Eyjapistill
Tenglar
Mínir tenglar
- Hljóðbók.is
- Arnþór Helgason bloggar
- Eyjafréttir.is Fréttir vikublað Vestmannaeyja
- Heimaslóð.is Skemmtilegur vefur um menningu Vestmannaeyja
- Átvr Átthagafélag Vestmannaeyinga á reykjavíkursvæðinu
- Hljóðrit Á síðunni er margvíslegt hljóðritað efni frá Arnþóri Helgasyni. Þar á meðal er sitthvað um Vestmannaeyjar undir flokknum Sögur af sjó.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar