Eyjapistill 20. september 1973

Eyjapistill 20. september 1973
Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Arnþór segir frá skólasetningu Barnaskóla Vestmannaeyja og Reynir Guðsteinsson skólastjóri les skólasetningarræðu sína í gegnum síma.

2. Arnþór les tilmæli um að laga Þorlákshafnarveginn og fleira.

3. Lesnar kveðjur. Leikinn tyrkneskur mars eftir Mozart í poppútsetningu.

Heildartími 17,59 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 28. september 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Arnþór les tilkynningar og fréttir.

2. Gísli ræðir við Ingólf Arnarson, sem veitir forstöðu skrifstofu Útvegsbændafélags Vestmannaeyja í Reykjavík, m.a. um aflabrögð og verðmæti hans. Spjallað um útgerð í Eyjum á komandi vetrarvertíð.

3. Arnþór les afmæliskveðjur. Leikið í lokin rússneskt þjóðlag.

Heildartími 16.53 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 29. september 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Arnþór hefur þáttinn með tilkynningum og fréttum.

2. Gísli talar frá Vestmannaeyjum og segir frá fundi bæjarstjórnar sem haldin var í félagsheimilinu við Heiðarveg, 1. almenni fundur síðan 23. janúar, Þessi fundur var haldinn 28. sept. 1973.
Sigurgeir Kristjánsson forseti bæjarstjórnar setur fundinn með ávarpi.
Gísli rekur frekar umræður á fundinum.

3. Arnþór ræðir við séra Þorstein Lúther Jónsson um starf prestanna á meðal þeirra, sem eru í dreifingunni og fluttir heim. Þar kemur fram að séra Karl flytur til Eyja, en séra Þorsteinn verður á fastalandinu í vetur. Þorsteinn segir frá hreinsun kirkjugarðsins og ástandi Landakirkju.

4. Fleiri fréttir og kveðjur.

Heildartími 17.53 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 30. september 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Síðasti nær daglegi þáttur Eyjapistils. Þátturinn var 6 daga vikunnar á dagskrá Ríkisútvarpsins frá því í júní 1973 fram til 1. október.

1. Arnþór flytur fréttir og tilkynningar, m.a. um setningu Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja.

2. Gísli sendir í gegnum síma frá Vestmannaeyjum. Segir frá dansleik í Alþýðuhúsinu á vegum starfsmanna Viðlagasjóðs.
Segir frá opnun símans í Landsímahúsinu og ræðir við Ingibjörgu Þórðardóttur á símanum.
Gísli ræðir við Björgu Sigurjónsdóttur póstfulltrúa á póstinum.
Segir fréttir og les afmæliskveðju beint frá Eyjum.

3. Arnþór les afmæliskveðjur, þær síðustu í Eyjapistli. Í lokin leikið lagið Vestmannaeyjar, Guðmundur Jónsson syngur tvö erindi. Lag Arnþórs við ljóð Kristins Bjarnasonar.

4. Síðustu bænarorð í Eyjapistli, sem séra Þorsteinn Lúther Jónsson flytur. Hann minnist upphafs gossins og þess, hvernig fólk tók örlögum sínum. Hann lýsir móttökum á Íslandi.

Heildartími: 20,48 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 1. október 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Frá og með þessum þætti voru eyjapistlar tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga til að byrja með. Frá því 6. febrúar 1973 fram til 30. september voru þættirnir daglega, frá 1. október til 25. janúar 1974 tvisvar í viku og síðan einu sinni í viku þar til yfir lauk.

1. Arnþór hefur þáttinn og tilkynnir um breytta tilhögun, þáttur verður tvisvar í viku, les svo tilkynningar og fréttir, m.a. um gjöf Guðmundar Daníelssonar og norsks þýðanda hans um bókagjöf til Bæjarbókasafnsins í Eyjum.

2. Gísli talar frá Eyjum og segir frá aukinni starfsemi bæjarsstjórnar.
Ræðir við Braga Ólafsson umboðsmann Flugfélags Íslands um vetraráætlun og skoðunarferðir fyrir ferðamenn.
Ræðir við Sigurgeir Sigurjónsson um vetraráætlun Herjólfs.
Les svo tilkynningu og segir fleiri eyjafréttir.

3. Spjallað við Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóra Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum í tilefni áskorunar bæjarstjórnar um að skólinn flytti heim. Guðjón Ármann gerir grein fyrir stöðu skólans í spjalli við Arnþór.

Heildartími 19.57 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 22. október 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
1. Arnþór kynnir þáttinn og Dagur Brynjúlfsson les bréf frá Gústaf Sigurjónssyni bílstjóra úr Eyjum, sem gagnrýnir Viðlagasjóð harðlega.

2. Garðar Sigurðsson alþingismaður og stjórnarmaður í Viðlagasjóði svarar gagnrýninni.

3. Séra Þorsteinn Lúther Jónsson segir frá kirkjulegu starfi á fastalandinu og í Eyjum. Aðal kirkja er í kirkju Óháða safnaðarins. Hann leitar liðsinnis söngfólks úr Eyjum undir stjórn Jóns Ísleifssonar organista.

4. Arnþór les tilkynningu frá Viðlagasjóði og fleira.

Heildartími 22.38 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 29. október 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Gísli kynnir þáttinn og ræðir við Magnús Magnússon bæjarstjóra í síma, en hann var nýkominn frá útborgum Oslóar í Noregi ásamt fleirum að kynna sér hvernig staðið væri að því að byggja upp íbúðarhverfi á sem skemmstum tíma. Norsk Islandsk samband bauð bæjarstjórninni til þessarar farar. Fulltrúar frá fleiri stofnunum, svo sem Viðlagasjóði, Húsnæðisstofnun o. fl. voru með í för. Magnús segir einnig frá verðhugmyndum um verðtryggingu bóta frá Viðlagasjóði.

2. Gísli segir frá fyrirhuguðum viðgerðum á vatnsleiðslunni til Eyja.

3. Arnþór segir frá messu í kirkju Óháða safnaðarins. Hvetur fleiri til þess að koma til liðs við kirkjukórinn. Les svo tilkynningar.

4. Arnþór les bréf frá Halldóri Magnússyni, en þar er fjallað um viðgerðir á húsum, en Viðlagasjóður er hættur afskiptum þar af. Halldór lýsir bænum. Þetta bréf er ágætis fréttabréf frá Eyjum.

5. Gísli segir frá hugmyndum að hitaveitu fyrir sjúkrahúsið í Eyjum. Arnþór segir frá uppsetningu handvirkrar símstöðvar í Eyjum fyrir 300 notendur. Jafnframt er sjálfvirk stöð þar.

Heildartími 19.49 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 17. desember 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Arnþór segir frá Vestmannaeyjahappdrættinu á vegum Akoges og fleiri. Les fleiri tilkynningar, þ.á.m. um óskilamuni. Segir frá auknum samgöngum við Eyjar og nýrri skrá yfir þá einstaklinga og fyrirtæki, sem flutt hafa til Eyja fyrir 10. desember sl.

2. Lesið úr bókinni Ásta og eldgosið, sem kom út fyrir jól. Sigrún Sigurðardóttir les.

3. Arnþór les aðra tilkynningu um týnda muni og segir frá jólasvip, sem færist yfir Heimaey.

4. Gísli segir fréttir af Eyjamálum og les tilkynningar um týnda muni.

Heildartími 19.55 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 21. desember 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.

1. Arnþór hefur þáttinn og les m.a. tilkynningu frá Viðlagasjóði um útborgun annarrar áfangagreiðslu vegna bóta fyrir ónýt hús o.fl. M. a. er lesinn listi yfir þá, sem fá Viðlagasjóðshús í Hafnarfirði. Sagt frá nöfnum þeirra, sem fluttu inn í Viðlagasjóðshús í Grindavík fyrir stuttu, eins til Þorlákshafnar og í 10 fyrstu húsin á Akureyri. Þá er einnig sagt frá fyrstu varanlegu húsunum í Hveragerði og lesin nöfn húsráðenda. Sagt frá raflögnum í Viðlagasjóðshúsum í Breiðholti. Jóa Friðfinns þakkað gott samstarf, en hann vinnur hjá Viðlagasjóði og sendir upplýsingar. Sagt frá jólamessum, sem séra Þorsteinn Lúther Jónsson og séra Emil Björnsson prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík annast í sameiningu.

2. Efni beint frá Eyjum:
Rætt við séra Karl Sigurbjörnsson í Vestmannaeyjum um jólamessu þar, Arnþór spjallar við hann um þær og sitt hvað fleira.

3. Gísli ræðir við Árna Johnsen um bók hans Eldar í Heimaey, sem Almenna bókafélagið gefur út. Hrafn Baldursson tæknimaður heilsar inn í samtalið. Þorsteinn Hannesson les upphaf bókarinnar.

4. Gísli lýsir ástandi Gagnfræðaskólans og umhverfis hans. Ræðir við Eyjólf Pálsson skólastjóra Gagnfræðaskólans, sem var staddur í Barnaskólanum. Hann gefur yfirlit um nemendafjölda og ræðir um aðstöðu Gagnfræðaskólans, sem nú er í húsi Barnaskólans. Eyjólfur ræðir einnig um þær framkvæmdir, sem unnar voru í Gagnfræðaskólanum á vegum Viðlagasjóðs.

5 Arnþór les nokkrar jólakveðjur, sem Eyjapistli bárust til allra Vestmannaeyinga.

6. Gísli skrapp á barnaheimili Vestmannaeyinga við Stakkholt 3 og ræðir við börn þar í tilefni jólanna.

7. Arnþór hringir til Eyja og ræðir við Guðbjörgu símamey um símaþjónustuna og aðstöðuna á símanum.
Arnþór segir frekari fréttir frá nokkrum kaupmönnum í Eyjum. Leikið jólalag í lokin.

Heildartími 32.16 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eyjapistill 28. desember 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir. M. a. rifjuð upp atriði úr dagskrá frá því 1950, sem Þorsteinn Þ. Víglundsson tók saman. Einnig úr dagskrá Stefáns Jónssonar frá 1961 og hlustað á raddir manna, sem settu svip á bæinn. 1. Lögreglukór Reykjavíkur syngur sálminn Með gleðiraust og helgum hljóm eftir Magnús Stephensen dómstjóra. Fremst í lagið eru klukkur Landakirkju settar, en í upprunalegu upptökunni voru aðrar klukkur. Á eftir kynnir Gísli þáttinn. Úr þætti Þorsteins Víglundssonar frá 1950: 2. Gripið niður í frásögn Ólafs Ástgeirssonar frá Litlabæ, föður Ása í bæ. Hann segir frá því hvenær fuglaveiðitíminn hefst og lýsir henni í spjalli við Þorstein Víglundsson. Upptaka frá 1950. 3. Kristján Ingimundarson frá Klöpp lýsir laugardegi í 17. viku sumars, en þá hófst veiði í Súlnaskeri. Úr sama þætti. Kristján fer með fjallaferðarbænina. Kristján lýsir svo kölluðum Fýlagildum. Kristján var 83 ára gamall þegar þessi hljóðritun var gerð, stundaði fuglaveiði í 75 ár. 4. Þorsteinn Víglundsson ræðir við Eyjólf Gíslason (Eyva á Bessastöðum). Eyvi segir frá leikjum og íþróttum og ræðir um sjósókn og þær framfarir, sem hafa orðið. Eyvi segir einnig frá aðbúnaði um borð og viðskiptum við Póst og síma. 5. Gamli Vestmannakórinn syngur lagið Sumarmorgun á Heimaey eftir Brynjúlf Sigfússon, ljóðið eftir Sigurbjörn Sveinsson. Ekki er getið hver stjórnar. 6. Sveinbjörn Guðlaugsson syngur kvæðið Í dag er ég ríkur eftir Sigurð Sigurðsson, sem kallaður var Sigurður slembir. 7. Rifjuð upp tvö viðtöl úr dagskrá Stefáns Jónssonar fréttamanns frá 13. nóvember 1961. Þorsteinn í Laufási segir frá fyrsta gróðahappinu. Helgi Benidiktsson svarar spurningu Stefáns um hvernig menn hafi komist í álnir á þessari öld. 8. Arnþór les tilkynningu frá Viðlagasjóði o. fl. 9. Andrés Gestsson frá Vestmannaeyjum segir gamansögu frá Sjúkrahúsinu í Eyjum, frá því er hann lá þar. 10. Dramatískt gírkassaglamur, bragur um bílstjóra í Eyjum eftir Ása í Bæ. Rúrik Haraldsson flytur. Þar eru nefndir ýmsir þekktir bílstjórar. Bragurinn er líklega saminn 1962. 11. Jónas Guðmundsson smiður segir frá íbúðum fyrir aldraða við Brekkulæk og Síðumúla, á vegum Rauða krossins og Vestmannaeyjabæjar. Þættinum lýkur Arnþór á áramótakveðju frá skattstjóranum. 12. Séra Karl Sigurbjörnsson flytur jólahugvekju, hljóðritað úti í Eyjum. Heildartími 38.18 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Feb. 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband