Eyjapistill 11. febrúar 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir, ásamt Gunnari Sigurmundssyni og Stefáni Jónssyni. Þátturinn er ekki til hjá Ríkisútvarpinu. 1. Arnþór kynnir þáttinn og Gísli les tilkynningar. Arnþór ræðir við Gunnar og Gísla, sem segja frá mikilli svaðilför til Hveragerðis og við lá að þeir kæmust ekki aftur í bæinn. 2. Gunnar Sigurmundsson ræðir við Brynjólf Einarsson bátasmið, sem staddur var í Hveragerði, en hann var tregur til og fór samt í gang. Brynjólfur fer með margar skemmtilegar vísur, sem hann hefur ort í vinnunni og segir frá verkum sínum og samferðarmönnum. Brynjólfur segir m.a. frá vinnu fyrir Helga Benidiktsson og Lifrarsamlagið. Gísli skýtur inn spurningu um bátasmíðina. Brynjólfur minnist á Surtseyjargosið og fer með vísur þar um. Brynjólfur segir frá rukkarastarfi sínu og yrkingum þar um. Fer að lokum með mottóið fyrir yrkingar sínar. Aftan á þáttinn vantar bænarorð, kveðjur og fleira. Heildartími 15,07 mín.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Apríl 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband