Eyjapistill líklega 14. febrúar 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þátturinn er ekki til hjá Ríkisútvarpinu.

1. Arnþór kynnir þáttinn og les tilkynningu um týnda hluti og upplýsingar um fleiri, sem týnt hafa dótinu sínu. Gísli les tilkynningar frá Verkalýðsfélaginu og prestunum. Tilkynning einnig frá knattspyrnuráði Vestmannaeyja. Enn fleiri tilkynningar um týnda muni.

2. Arnþór segir frá því að lögreglan í Reykjavík hafi ákveðið að bjóða Vestmannaeyingum upp á ókeypis umferðarfræðslu. Les tilkynningu frá Lúðrasveit Selfoss til Lúðrasveitar Vestmannaeyja og fleiri tilkynningar., m.a. auglýsingu á milli ættmenna um aðsetur. Afmæliskveðja og leikið lagið Bíddu pabbi bíddu mín, sem Vilhjálmur Vilhjálmsson syngur.

3. Gísli segir frá viðskiptum sínum við Pétur Sigurðsson formann Almannavarna ríkisins og spjallað er í gegnum síma við Jón Hjaltason lögfræðing formann Húseigendafélags Vestmannaeyja, sem er ósáttur við hvernig staðið er að málum í gosinu. Jón var forstöðumaður flutningadeildarinnar með búslóð. Hann fullyrðir að það sé óöld í Eyjum og mikill innbrotafaraldur gangi yfir.

4. Gísli les bréf frá Magnúsi Magnússyni á Borgarhól um nafn á helvítið.
Vantar aftan á þáttinn, sennilega bænarorðin.

Heildartími 13.26 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband