Eyjapistill 22. mars 1973

Umsjón: Arnþór og Gísli Helgasynir.
Þessi þáttur er ekki til í fórum Ríkisútvarpsins.

1. Gísli kynnir þáttinn. Hann les fyrst áríðandi tilkynningu. Arnþór les tilkynningu frá knattspyrnuráði Vestmannaeyja um leik ÍBV og Fram í meistaraflokki KSÍ. Leikurinn verður haldinn á Melavellinum og hvatningarhróp heyrast á eftir.

2. Vigdís Sverrisdóttir hringir inn kveðju. Svona hljómuðu sumar kveðjurnar, sem við útvörpuðum beint. Kveðjan er vegna barnsfæðingar. Gísli les þar á eftir afmæliskveðjur. Leikið lagið Elliðaeyjarbragur með Árna Johnsen.

3. Arnþór les kvæðið Óskalandið eftir Pál Árnason í Þórlaugargerði.

4. Áki Heins Haraldsson hringir beint frá Eyjum úr farþegamiðstöðinni á Hótel HB. Hann sendir kveðju til félaga síns að Gosastöðum tvö uppi á Strembugötu. Hann spjallar um fréttir í Eyjum, um mannfjölda, sem var 363 manns.
Séra Þorsteinn auglýsir messu í kvöld kl. 08.30 í Landakirkju. Guðmundur Guðjónsson organisti er einnig í Eyjum. Seint að kvöldi þessa dags undir lok messunnar 22. mars hljóp mikið hraunflóð á bæinn. Fjöldi húsa fór undir hraun.
Í þessari messu voru um 179 menn. Til eru margar myndir þaðan og athöfnin var áhrifamikil. Messan var hljóðrituð á vegum Ríkisútvarpsins, en hljóðritið er týnt nema hluti sálmsins Á hendur fel þú honum sem er til í Eyjapistli frá 25. mars.

5. Leikið japanskt lag Síðustu skilaboðin.

6. Gísli les tilkynningu frá Austfirðingafélaginu í Eyjum í kaffiteríunni í Glæsibæ. Arnþór les um félagsvist félagsins Heimþrá og Gísli minnir á borgarafundinn með forsvarsmönnum Vestmannaeyjabæjar á vegum Heimþrár sem haldinn verður 25. mars að Hótel Selfossi. Arnþór les um fund hjá Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar.
Dæmigerður Eyjapistill, eins og hann gat verið bestur.

7. Bænarorð séra Þorsteins Lúters Jónssonar.

Heildartími 18.17 mín.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Eyjapistill

Á síðunni eru birtir þeir Eyjapistlar sem varðveittust. Auk þess er birt ítarefni. Sumt var notað í þáttunum en annað hefur ekki birst opinberlega áður. Gísli Helgason sá um að færa þættina á síðuna og skrifaði skýringar við þá. Fjöldi fólks hefur óskað eftir að fá með einum eða öðrum hætti aðgang að þáttunum. Þess vegna er síðan stofnuð. Tilgangurinn er einnig að veita komandi kynslóðum innsýn í það sérkennilega andrúmsloft sem ríkti í Vestmannaeyjum og reyndar um allt land á meðan gosið stóð í Vestmannaeyjum.

Höfundur

Gísli Helgason
Gísli Helgason
Umsjónarmaður eyjapistils 1973 og 1974 ásamt Arnþóri Helgasyni.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband